fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2024
Eyjan

Horft yfir Landakotstún og út á Mela

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. september 2016 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Örn setti þessa mynd inn á vefinn Gamlar ljósmyndir, gaf mér leyfi til að nota hana, sagði að hún væri tekin af Bergi Jónssyni, líklega 1955 eða 1956.

Áhugafólk um sögu Reykjavíkur og byggðaþróun getur endalaust rýnt í þessa mynd. Þarna er horft úr flugvél yfir gamla Vesturbæinn, Landakotshæð og út á Mela. Þarna eru einmitt svæði sem við fjölluðum um í þriðja þætti Steinsteypualdarinnar sem var sýndur í kvöld, hverfin sem risu á Melunum á stríðsárunum og stuttu eftir stríðslok. Við sjáum hvað byggðin þar er fjarskalega regluleg, ólíkt því sem er í eldri hverfunum.

Háskólabíó er enn ekki risið né heldur Hagaskóli, Sundlaug Vesturbæjar er ekki orðin til, Hofsvallagatan er ekki malbikuð nema niður að Hringbraut, en byrjað er að byggja blokkir við Kaplaskjólsveg. Þar sem nú standa Hallveigarstaðir, neðst til vinstri á myndinni, sýnist manni vera lítil tjörn eða kannski er það bara vatn sem hefur safnast í húsgrunni.

Það er grasblettur á horninu á Ægisgötu og Túngötu sem mér skilst að hafi verið notaður sem sparkvöllur, en annars var Landakotstúnið einn helsti fótboltavöllur Vesturbæinga á löngu tímabili. Fótboltinn þar stóð frá vori fram á haust, oft frá morgni til kvölds, nýjar kynslóðir leystu þær eldri af hólmi, en leikurinn hélt alltaf áfram. Fyrst grænkaði svæðið milli kirkjunnar og skólans en prestar voru stundum að reka börnin þaðan. Síðar varð aðalvöllurinn efst á túninu grænn.

Svo var plantað þarna niður trjám og settur upp skrúðgarður og þá lagðist fótboltinn á Landakotstúninu af. Ég var þarna sjálfur fyrst sem polli, hlaupandi á eftir miklu eldri strákum, en svo færðist maður upp í goggunarröðinni, maður varð elstur og pollarnir fóru að elta mann. Þannig gekk þetta, áratug eftir áratug. Ég sakna þess að sjá ekki krakka í fótbolta á Landakotstúninu – ekki er heldur mörgum öðrum sparkvöllum að dreifa á þessu svæði. Gamli Framnesvöllurinn sem var önnur helsta uppeldisstöð KR-inga fór undir Vesturbæjarskóla.

Það er ýmislegt fleira sem má sjá á myndinni. Gamli Landakotsspítalinn er þarna enn, en vesturálma nýbyggingarinnar er risin. Þar á móti er ÍR-húsið við Túngötuna sem síðar var flutt upp í Árbæ. Í því húsi æfðu margir vaskir íþróttamenn, þótt það væri ekki sérlega stórt, og þar fór maður í leikfimi úr Vesturbæjarskólanum sem í þá tíð var yfirleitt kallaður Öldugötuskóli og var í húsi Stýrimannaskólans sem sést yst til hægri á myndinni.

 

14231366_10154677287774734_8710542055493386162_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“

Aðstoðarmaður Dags til 12 mánaða fékk sex milljónir í biðlaun og ótekið orlof – „Auðvitað lítur þetta ekki vel út“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni kemur „gegndarlausum ríkisútgjöldum“ til varna og gagnrýnir stjórnlausar launahækkanir

Bjarni kemur „gegndarlausum ríkisútgjöldum“ til varna og gagnrýnir stjórnlausar launahækkanir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?

Nú er upplýsingum um kosningabaráttu Trump lekið í gríð og erg – Er hann í vanda?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!

Thomas Möller skrifar: Ekki nefna vextina!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn

Björn Jón skrifar: Íslamskir ofsatrúarmenn