fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Sjónvarpsstöðvar í eigu símafyrirtækja

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 23:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við blasir nýr veruleiki í fjölmiðlum á Íslandi. Sjónvarpsstöðvar verða undirdeildir, maður hikar við að nota orðið „skúffur“, í stórum síma- og netfyrirtækjum.

Sú starfsemi verður eftir sem áður aðalviðfangsefni þessara fyrirtækja, en sjónvarpsreksturinn verður aldrei annað en aukabúgrein. Það er af sem áður var þegar fyrst Stöð 2 og síðar Skjár einn voru sérstök félög sem höfðu það eitt að markmiði að reka fjölmiðil – bæði fyrirtækin áttu sín glæstu blómaskeið og það er hryggilegt að fylgjast með því hvernig þau hafa skroppið saman. Sjálfur átti ég minn tíma bæði á Stöð 2 og Skjá einum – það er afleitt að sjá íslenska fjölmiðla veikjast jafn mikið og raun ber vitni, nánast alla með tölu. Dreifðir og smáir netmiðlar koma ekki í staðinn fyrir þá.

Skjár einn er nú deild í Símanum og Vodafone er að taka yfir Stöð 2. Í auknum mæli verða þetta veitur með bandarísku efni, það er rætt um að grundvöllurinn undir áskriftasjónvarpi eins og Stöð 2 hefur verið sé við það að bresta endanlega.

Síma- og netfyrirtæki eru í gríðarlega sterkri stöðu á fjömiðlamarkaði. Þau dreifa efni í hverja einustu tölvu, hvern einasta síma, til barna og fullorðinna, alþjóðlega eru þau í meiri mæli farin að geta ráðið lögum og lofum gagnvart listamönnum og framleiðendum efnis, þeim sem í raun skapa. Síminn á Íslandi auglýsti um tíma tilboð þar sem áskrifendur fengu tónlistarveituna Spotify ókeypis í kaupbæti. Það er í raun miðlunin sem er aðalatriðið, ekki innihaldið eða sköpunin.

Þess má geta í framhjáhlaupi að hinn væntanlegi eigandi Stöðvar 2, Vodafone, sér um dreifingu fyrir Ríkisútvarpið samkvæmt samningi sem gerður var 2013 og gildir lengi enn.

Nú er í gangi mikil herferð til að fá Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Þar hefur sjónvarpið verið frá upphafi. Það hefur semsagt alltaf verið gert ráð fyrir að hluti af tekjum þess kæmi frá auglýsingum. Hugsanlega var það vond stefna en í langan tíma var ekki annarri sjónvapsstöð til að dreifa. Þetta kerfi hefur svo fengið að lifa af öll 50 starfsár sjónvarpsins. Ef auglýsingatekjurnar yrðu teknar út yrði til stórt gat sem þyrfti að fjármagna með öðrum hætti ellegar skera verulega niður – ofan á niðurskurð síðustu ára.

Æ meira af íslensku auglýsingafé rennur núorðið til erlendra veffyrirtækja í gegnum miðla eins og Google og Facebook. Enginn veit nákvæmlega hvaða upphæðir þar er um að ræða, menn skyldu athuga að mesta samkeppnin sem íslenskir fjölmiðlar eiga í núorðið er við miðla sem eru starfræktir í útlöndum. En það er athyglisvert að nú eru það tvö stærstu símafyrirtæki Íslands sem sækja í að komast í meira af auglýsingapeningum og vilja taka þá frá fjölmiðli sem er skylt að sinna íslenskri dagskrárgerð, íslenskri tungu og íslenskum veruleika.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði