fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Hægri svipur á Viðreisn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn er að fá til sín mjög öfluga liðsmenn í framboð, því verður ekki neitað. Pawel Bartozsek og Þorsteinn Víglundsson eru báðir afburðaklárir menn. Það vekur líka athygli að framkvæmdastjóri SA, helsta félagsskapar atvinnulífsins, skuli fara í framboð fyrir annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn. Á árum áður hefði það verið óhugsandi.

Pawel og Þorsteinn eru báðir hægri menn, markaðssinnaðir og alþjóðasinnaðir. Það er í þessum tveimur atriðum sem skilur helst milli þeirra og Sjálfstæðisflokksins eins og hann er nú um stundir. Það hefur verið talað um Viðreisn sem einhvers konar miðjuflokk, en þarna hallast hann til hægri. Með þessa menn í forystu er hann skeinuhættari Sjálfstæðisflokknum en manni hefur virst, en ólíklegri til að skaða Samfylkinguna. En hún á náttúrlega nóg með að verjast ógninni frá Pírötum.

Á móti sýnist manni Píratarnir hallast lengra til vinstri en horfur voru á. Áherslur þeirra eru býsna kratískar. Þetta gæti minnkað líkurnar á að Píratar og Viðreisn nái saman í ríkisstjórn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“