fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Hræringar í bókaútgáfu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkilega lítið hefur farið fyrir því í fjölmiðlum en miklar hræringar eru í bókaútgáfu þessa dagana. Þar er reyndar eitthvert óstöðugasta rekstarumhverfi sem þekkist á Íslandi – og er þó af nógu að taka í því efni.

Eins og áður er komið fram er Guðrún Vilmundardóttir hætt hjá Bjarti, en Páll Valsson hefur tekið við starfi hennar sem útgáfustjóri. En Guðrún ætlar að stofna nýtt forlag og er hermt að Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur fari með henni og hugsanlega Jón Kalman Stefánsson líka.

Þorgerður Agla Magnúsdóttir hefur starfað hjá Miðstöð íslenskra bókmennta en mun nú ætla að stofna sitt eigið útgáfufélag. Þess má geta að sambýlismaður Þorgerðar Öglu er Hallgrímur Helgason rithöfundur, en sagan segir að hún muni fyrst um sinn einbeita sér að útgáfu barnabóka.

Svo er líka talað um hræringar hjá stórveldinu í bókaútgáfunni, sjálfu Forlaginu. Það hefur verið ráðandi á markaði um nokkurt skeið, eða lengst af frá því hinni misheppuðu tilraun með útgáfurisann Eddu. Sagan segir að þar hugsi Jóhann Páll Valdimarsson sér til hreyfings og vilji selja hlut sinn. Undanfarin ár hafa þeir stjórnað útgáfunni Jóhann og sonur hans Egill.

Gamla Mál & menning, eða það sem eftir er af því félagi, á stóran hlut í Forlaginu á móti feðgunum. Ekki er vitað til þess að sá hlutur sé til sölu né að sá aðili sé þess fýsandi að stækka eignarhlut sinn.

Það myndi sæta tíðindum ef Jóhann Páll hyrfi úr bókaútgáfunni. Enginn íslenskur forleggjari á jafn litríkan feril og hann. Á unga aldri stjórnaði Jóhann Páll útgáfufélagi föður síns, Iðunni, á miklum stórveldistíma. Síðan stofnaði hann Forlagið sem óx og dafnaði, gaf út bækur eftir öndvegishöfunda, en rann loks saman við Mál & menningu og  Eddu. Eftir það héldu margir að Jóhanni væri öllum lokið, en hann reis upp eins og fuglinn Fönix og byggði á skömmum tíma upp það veldi sem JPV/Forlagið er nú.

Og það má Jóhann Páll eiga að yfirleitt gefur hann út góðar bækur – það er gæðastimpill að gefa út bók hjá honum, mikill metnaður hefur alltaf einkennt starf hans í bókaútgáfu og hann hefur kunnað að velja góða höfunda og góða samstarfsmenn.

Ein kenning er reyndar sú að einhver skemmtilegasta bók sem gæti verið völ á sé ævisaga Jóhanns sjálfs – sögur úr bókaútgáfunni og af samskiptum við höfunda.

 

d81ba026b430bcba1913f24382170d94

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“