fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Óhefðbundin íþróttalýsing slær í gegn

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. ágúst 2016 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólympíuleikunum lýkur í Ríó í dag. Þeir virðast hafa farið ágætlega fram – að minnsta kosti hefur keppni í þeim greinum sem ég hef fylgst með verið ljómandi skemmtileg. Af því sem ég hef séð finnst mér frjálsíþróttafólkið frá Jamaica standa upp úr. Það er ótrúlegt hvað þessi fámenna þjóð (aðeins 2,7 milljón íbúa) á mikið af frábærum íþróttamönnum. Það er líka gaman að sjá hvað íþróttafólkið frá þessari eyju í Karíbahafinu er glaðlegt, brosandi og jákvætt.

Mér fannst eiginlega flottasta augnablikið sem ég sá í sjónvarpinu gerast úti á æfingavellinum fyrir fáum dögum. Þá hittust þau hinn tröllvaxni Usain Bolt og hin agnarsmáa Vivian Cheruiyot frá Kenía. Þau ræddust við og maður sá síðan að þau kvöddust með faðmlagi. Cheruiyot sigraði sama kvöld óvænt í 5000 metra hlaupi, Bolt er að fara á spjöld sögunnar sem einn mesti íþróttamaður allra tíma.

Nú sest maður spenntur niður og horfir á síðasta viðburð leikanna samkvæmt hefð – það er maraþonið. Skemmtilegt sjónvarpsefni? Jú, getur það ekki bara verið? Meðfram sér maður göturnar í Ríó í rigningu.

 

CqUKpLiWYAAsao0

 

En þetta er ekki allt jafn skemmtilegt eða auðskiljanlegt. Maður þekkir ekki haus né sporð á sumum íþróttagreinum, þótt þær séu örugglega frábærar fyrir iðkendur þeirra. Lýsendurnir eru líka misjafnir, þeim tekst ekki alltaf að kveikja hjá manni áhuga, og fátt er leiðinlegra en langar verðlaunahafhendingar.

Þessi írski lýsandi er býsna óhefðbundinn, en honum tekst að gera siglingar á smábátum nokkuð áhugaverðar með því í raun að misskilja allt. Þetta myndskeið hefur slegið í gegn. Þetta er reyndar mjög írskur húmor.

 

https://www.youtube.com/watch?v=3gPjMvTmE2g

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“