fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Pappírsins virði?

Egill Helgason
Föstudaginn 19. ágúst 2016 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru aðeins tveir mánuðir eftir af líftíma ríkisstjórnarinnar en samt er samþykkt fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Það er ljóst að heilmikil vinna hefur farið í þetta plagg, það er gert ráð fyrir hagvexti, en samt einkennist það af aðhaldsstefnu em hefur verið ær og kýr í hagstjórn í flestum vestrænum ríkjum, til að mynda í Þýskalandi og Bretlandi, um nokkurt skeið. Allt annað en aðhaldsstefna er útmálað sem ábyrgðarleysi, jafnvel þótt bráðnauðsynlegt og jafnvel hagkvæmt sé að fjárfesta meir í innviðum samfélagsins. Í Bretlandi virðist Theresa May ætla að hverfa að einhverju leyti frá aðhaldsstefnunni, aðhaldið í Þýskalandi er harðlega gagnrýnt og er jafnvel talið ein ástæða þess hversu seinlega gengur með efnahagsbata í Evrópu.

En er þetta pappírsins virði? Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, ráðherra sjálfra húsnæðismálanna sem verða eitt aðalmálið í kosningunum, telur sig ekki geta stutt samkomulagið og rýfur þar með samstöðu stjórnarflokkanna. Það heyrast raddir úr Sjálfstæðisflokknum þess efnis að hún eigi að hverfa úr ríkisstjórn. Innan úr Framsóknarflokki heyrir maður að er að finna talsverðan stuðning við Eygló. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður skrifar:

Ég fagna því að Eygló Harðardóttir sé í ríkisstjórn og ég myndi sem þingflokksformaður aldrei setja það á dagskrá að hún fari þaðan út. Hún hefur frá fyrsta degi haldið fyrirvara sínum við þessa fjármálaáætlun mjög skýrt á lofti og því er þetta engin sérstök „taktík“. Ef eitthvað er ekki boðlegt þá er það hvernig ráðist er á hana af samstarfsfélögum fyrir að fylgja eigin sannfæringu. Það væri nær að þeir sem hæst hafa hlusti og velti því fyrir sér hvort ekki sé sannleikskorn í málflutningi hennar um velferðarmál.

Sjálfsagt verður farið að einhverju leyti eftir þessari áætlun ef svo vill til að ríkisstjórnin situr áfram. En líkurnar á því að stjórnin haldi velli hverfandi. Stjórn sem Píratar myndu til dæmis skipa með vinstri flokkunum telur sig varla bundna af þessu, enda virðist ljóst að þarna er ekki gengið nógu langt í að uppfylla mjög almenna kröfu í samfélaginu um úrbætur í heilbrigðismálum, velferðarmálum og öldrunarmálum, svo nokkuð sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“