fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Vítt sé ég land og fagurt

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. ágúst 2016 00:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landið er fagurlega grænt nú síðsumars og ferskt eftir rigningar. Við fórum upp í Þjórsárdal að skoða upptökuslóðir fyrir Kiljuna, staði og bækur. Komum að Stóra-Núpi þar sem sálmaskáldið Valdimar Briem var prestur. Nafn hans er ekki þekkt lengur, en nánast allir íslendingar þekkja einhver af kvæum hans. Þarna er gamalt og merkilegt íbúðarhús sem á að fara að gera upp og falleg kirkja. Það auðgar tilveruna að hafa hljóðfæraleikara meðferðis – Kári spilaði af fingrum fram á orgelið í kirkjunni. Frá ungum aldri hefur það verið áhugamál hjá drengnum að komast inn í sveitakirkjur og leika á orgel.

Svo fórum við í Fljótshlíðina, í kirkjunni á Breiðabólsstað er minnisvarði um Tómas Sæmundsson, Fjölnismanninn og vin Jónasar, sem orti um hann „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! Þar er líka orgel, nokkuð öflugra, og Kári lék Bach eftir minni en spann þar sem voru gloppur.

Fljótshlíðin er einhver fegursta sveit landsins, við höfðum ekki sérlega mikla fjallasýn, en það er magnað að horfa úr hlíðinni niður sléttuna og út á sjó.

Við gengum upp að hlíðinni við Hlíðarendakot þar sem er minnismerki um Þorstein Erlingsson – sauðfé hafði brotist þar í gegnum girðinguna en fram af brúninni steypist foss sem sést hér. Drengurinn á myndinni er að sækja sér vatn að drekka í fossinn.

 

14063982_10154448610515439_7145330842274702467_n

 

Á leiðinni meðfram Fljótshlíðinni og niður Landeyjarnar, meðfram Stóra-Dímoni (keltneskt tökuorð) þóttumst við sjá ýmsar fuglategundir, jaðrakan (annað keltneskt tökuorð), smyril, kjóa og loks skúm þegar nær dró ströndinni. Ég hef ákveðinn veikleika fyrir fuglaskoðun sem samstarfsfólk mitt þekkir. Það er oft að reyna að einbeita sér að því að ná fallegum og helst óhristum myndum af einhverju, en ég læt ófriðlega og reyni að fá það til að taka myndir af fuglum sem ég sé út um allt – eins og ég sé einhver Attenborough.

 

14022222_10154448928905439_1281127161840823037_n

 

Við tókum ferjuna yfir til Vestmannaeyja á slóðir séra Ólafs Egilssonar sem skrifaði um Tyrkjaránið eftir að hafa sloppið sjálfur úr Barbaríinu og Ása í Bæ sem var ekki bara skáld og rithöfundur og bóhem, heldur líka, og það vissi ég ekki fyrr, afbragðs sjómaður og aflakló.

Og hvað sem líður öllu tuði um ferðamannafár þá voru túristar ekki að troða okkur um tær. Þvert á móti. Það er kannski ekki ástæða til að rjúka upp við hvern Tripadvisor-dóm eða blogg sem er ekki að springa af hrifningu yfir Íslandi. Margir staðir eru orðnir skemmtilegri og betri vegna aukins straums af fólki. Almennt er ánægjulegra að ferðast um sveitir landsins, það er betra framboð af gistingu, veitingahúsum og afþreyingu. Eða hver hefði trúað því fyrir fáum árum að í plássi eins og Vestmannaeyjum yrði fjölbreytt úrval af góðum veitingastöðum?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“