fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Þjóðfylkingin og Helgi Hrafn á Austurvelli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. ágúst 2016 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að ég hafði mínar efasemdir um að rétt væri að efna til sérstakra gagnmótmæla á Austurvelli vegna fundar sem svonefnd Íslensk þjóðfylking hafði boðað þar.

Þetta virðst satt að segja heldur tætingslegur hópur og vesæll, vægast sagt. Aðfarirnar hjá honum hafa sést á myndbandi sem hefur verið í umferð á netinu, það er tekið fyrir utan Café Catalina í Kópavogi sem virðist vera helsta aðsetur flokksins. Þetta eru engir Svíþjóðardemókratar sem fóru úr skallabúningunum yfir í fín jakkaföt eða ungverskir Jobbik í straujuðum einkennisbúningum. Að minnsta kosti ekki enn. Það er nokkuð langt í land með slíkt, eins og sjá má á myndbandinu.

Þarna fékk þessi flokkur fólks miklu meiri umfjöllun en hann á í raun skilið. Varð beinlínis aðalfréttin í öllum fjölmiðlum – fékk jafnvel meiri athygli en boðuð húsnæðisúrræði ríkisstjórnarinnar.

En svo finnst manni þetta kannski bara ágætt. Og það er ekki síst vegna Pírataþingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar sem lagði það á sig að mæta með fartölvuna sína út á Austurvöll og reka vitleysurnar ofan í þjóðfylkingarliðið. Það stóð og æpti á hann, en Helgi sýndi mikla þolinmæði og þrautseigju.

Ég hef áður sagt að ég skilji ekki að Helgi sé ekki í framboði fyrir Pírata í þingkosningunum. Það er sagt að hann ætli að fara að vinna í grasrótinni. En flokkur sem hefur ekki almennilega leiðtoga mun ekki hafa neina grasrót. En kannski er honum ætlað annað hlutverk – manni finnst eins og Helgi hljóti að vera sterkasti kandídatinn ef Píratar fara að mynda ríkisstjórn.

 

Screen Shot 2016-08-16 at 09.38.57

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“