fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Norðmenn tortryggnir á Bretland í EFTA – en hvað með Ísland?

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. ágúst 2016 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er rætt um mögulega aðild Breta að EFTA, það er í framhaldi af Brexit. Leitað er varanlegrar lausnar á sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Reyndar er spurning hvort þeir kæri sig yfirleitt um EFTA aðildina, þar eru fyrir Noregur, Ísland, Liechtenstein og Sviss. EFTA hefur aðallega þýðingu sem partur af EES samningnum – þar eru EFTA ríkin aðilar, að undanskildu Sviss.

Noregur er stórveldið í EFTA. EES samningurinn er aðallega til vegna Noregs og það eru Norðmenn sem hafa uppi heilmikinn lobbýisma í Brussel vegna hans, fylgjast grannt með löggjöf og reglum sem þeir þurfa að taka upp og reyna að hafa áhrif á. Hjá Íslendingum hefur þetta gengið brösulegar, aðallega vegna smæðar þjóðarinnar. Það má kannski segja að þarna hangi Íslendingar aftan í Norðmönnum. Í þessu öllu felst náttúrlega gríðarlegt fullveldisafsal sem er nokkuð ólíklegt að Bretar kæri sig um að undirgangast. Samt er rætt um þennan möguleika.

En Norðmenn eru lítt hrifnir. Erna Solberg forsætisráðherra réð Bretum frá því fyrr í sumar að ganga úr ESB. Elisabeth Vik Aspaker evrópumálaráðherra sagði svo í síðustu viku að Norðmenn gætu staðið í vegi fyrir inngöngu Breta í EFTA:

Ekki er víst að það sé góð hugmynd að hleypa svo stóru ríki inn í samtökin. Það myndi raska jafnvæginu, og ekki er líklegt að það verði Norðmönnum í hag.

Á það er líka bent að Noregur hafi gert viðskiptasamninga við 38 ríki í gegnum EFTA. Þetta gæti raskast með inngöngu Breta í samtökin, en viðskiptasamningar framtíðarinnar yrðu mun flóknari. Tónninn í íslensku ríkisstjórninni virðist vera jákvæðari en hjá norsku stjórninni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við norska fjölmiðla að Bretar gætu styrkt EFTA.

Þegar ríkjunum fjölgar í klúbbnum þínum þýðir það yfirleitt meiri áhrif á alþjóðavettvangi.

Þetta getur þó orkað verulega tvímælis hjá Lilju. Ef Bretar færu inn í EFTA er ljóst að samtökin myndu fyrst og fremst snúast um hagsmuni þeirra. Þeir þurfa alls ekki að fara saman við hagsmuni Íslendinga og Norðmanna. Í breskum stjórnmálum núorðið gengur hagur fjármálalífsins í The City yfirleitt fyrir öllu. Hann hefur margsinnis þvælst fyrir í samningum við Evrópusambandið. Svo er annað sem má nefna. Í Bretlandi er meiri ójöfnuður en í nokkru öðru Evrópulandi. Hugmyndir um jöfnuð eru miklu sterkari á Íslandi og í Noregi – og í ríkjum á meginlandi Evrópu. En í ójöfnuði, og þar með stéttaskiptingu, standa Bretar í rauninni miklu nær Bandaríkjunum – og eru í sumum tilvikum ennþá verri í þessu efni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“