fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Nokkuð sterkur listi hjá Pírötum en lítil þátttaka, fáliðað hjá Sjálfstæðisflokki og Framsókn, sóknarfæri fyrir Viðreisn

Egill Helgason
Föstudaginn 12. ágúst 2016 23:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú dregur aldeilis til tíðinda í vali á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar. Það er búið að flauta til leiks fyrir þær.

Úrslit í prófkjöri Pírata í þremur kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt í kvöld. Þau virðast að mörgu leyti hagfelld fyrir Píratahreyfinguna. Í efstu sætin veljast þau sem hafa setið á þingi fyrir flokkinn en líka fólk sem hefur starfað innan hreyfingarinnar og mestanpart tjáð sig með yfirveguðum og málefnalegum hætti.

Út úr þessu koma nokkuð sterkir framboðslistar. Þetta er fólk sem ætti að geta unnið skipulega og af alvöru þegar á hólminn er komið. Mun ekki af veita. En menn þykjast líka greina nokkuð sterkan vinstri svip á frambjóðendunum.

En á hitt er að líta að þátttakan í prófkjörunum hjá Pírötum er skelfing léleg. Áður hefur verið fjallað um þátttökuleysið í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi, en hið sama er uppi á teningnum í Reykjavík og nágrenni. Einungis 1033 kjósa – af 2872 sem höfðu kosningarétt.

Össur Skarphéðinsson sem hefur staðið í rimmu við Pírata síðustu daga segir á Facebook að prófkjörið sé „bömmer“ og „tóm skel“. Það er kannski ofmælt. En Össur skrifar:

Kosningakerfið virðist vera svo flókið að það þurfti sérstaka skrifstofu til að aðstoða menn við að skrá sig inn í kerfið. Fyrir vikið var þátttakan í prófkjörum mestu fjöldahreyfingar Íslandssögunnar skelfilega lítil. Í Suðurkjördæmi var fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði aðallega frambjóðendurnir sjálfir. Geri maður ráð fyrir því að fjölskyldur frambjóðendanna hafi stutt sitt fólk má ætla að einkum frambjóðendur og skyldulið hafi tekið þátt í prófkjörinu í Suðurkjördæmi. Í NA-kjördæmi þar sem elítan henti Birni Þorlákssyni út – að hans sögn með plotti – tóku innan við 80 manns þátt í afgreiðslu listans. Í Reykjavík og Suð-vestur greiddu ríflega þúsund manns atkvæði um ríflega hundrað frambjóðendur. Tíundi hluti atkvæðanna voru því frambjóðendurnir sjálfir. Ef nánustu vinir og skyldulið eru með talin er líklegt að sárafáir úr hinni mörgþúsund manna grasrót hafi tekið þátt. – Sama er uppi á teningnum varðandi kosningar um stefnutillögur Pírata þar sem sárafáir taka líka þátt, miðað við fjöldann sem fylgir flokknum að málum.

En það er fleira að frétta af prófkjörsmálum. Nú er búið að loka fyrir framboð hjá bæði Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í Reykjavík. Það vekur furðu hversu fáir hafa áhuga á að setjast á þing fyrir þessa flokka og stefnir í fáliðuð prófkjör. Það verður líka seint sagt að hópurinn sem býður sig fram sé sterkur – og hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir flokkana.

Gamall sjálfstæðismaður orðaði það svo við mig í kvöld:

Ég veit ekki hvort þetta er vandræðalegra fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða stjórnmálin í heild. Ótrúlega þunnt.

En á það er líka bent að með veikt prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum og lista hjá Pírötum sem hallast til vinstri, kunni að vera komið gott sóknarfæri fyrir Viðreisn. Hún auglýsir nú eftir framboðum sem skal skilað fyrir 20. ágúst.

Svo má geta furðulegustu uppákomu dagsins, en það var þegar tilkynnt var að Magnús Lyngdal Magnússon, aðstoðarmaður rektors Háskóla Íslands, ætlaði í prófkjörið hjá Sjálfstæðisflokknum. Margir urðu til að fagna þessu, enda er Magnús vinsæll maður og vinmargur – hann var einn nánasti stuðningsmaður Guðna í forsetakjörinu.

En Magnús var fljótur að bera þetta til baka – það var þá allt annar Magnús sem sækist eftir þingsæti.

 

13895020_10201902845810893_7406263902113939685_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“