fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Múnderingar – fjarvera Sigmundar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. ágúst 2016 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innsetning forseta er kannski ekki slíkur stórviðburður að skyldumæting sé fyrir alla stjórnmálaforingja. Það er jú búið að kjósa forsetann – athöfnin sem var í gær er bara formsatriði. Að sumu leyti er hún líka dálítið fornfáleg, með kjólfötin og þjóðbúninginn. Ég sé ekki alveg þörfina á því að setja í slíka múnderíngu, þetta er svona full uppstrílað. Það var satt að segja ákveðinn léttir að sjá að Guðni og Eliza voru komin úr þessum fötum þegar þau fóru á Bessastaði.

Ég gúglaði smá og það virðist ekki vera mikið um það á Vesturlöndum að þjóðarleiðtogum eða mökum þeirra sé troðið í þjóðbúninga. Í Svíþjóð hefur þó komið upp umræða um hvers vegna konurnar í konungsfjölskyldunni þurfi stundum að klæðast þjóðbúningi meðan karlarnir eru í borgaralegum fatnaði.

Screen Shot 2016-08-02 at 09.07.59

En það vakti athygli í gær að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skyldi ekki mæta, einn flokksformanna. Gefin var sú skýring að hann væri á ferðalagi – sem getur svosem verið alveg eðlilegt. Við vitum samt ekki hversu langt í burtu Sigmundur var.

Þetta er samt pínu kaldhæðnislegt í ljósi þess hversu pólitísk örlög fyrrverandi forsætisráðherrans og nýja forsetans samslungin. Það voru Panamaskjölin sem ollu snöggu brotthvarfi Sigmundar úr forsætisráðuneytinu en það voru sömu gögn sem urðu þess valdandi að Guðni fleyttist óvænt og hratt inn á Bessastaði.

.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“