fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Gömlu húsin sem stóðu við Skúlagötu

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. júlí 2016 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn fór ég með frægan franskan myndlistarmann um Skúlagötu. Þetta var á tíunda áratug síðustu aldar, eftir að mörg hús höfðu verið rifin við götuna og íbúðaturnar voru farnir að rísa í staðinn. Þeim hefur fjölgað mikið síðan. Ég lýg því ekki að franski listamaðurinn felldi tár yfir ljótleikanum sem blasti við. Hann spurði hvað við værum að gera við borgina okkar? Þarna var ekki bara eyðilegging búin Skúlagötunni, heldur líka Skuggahverfinu, öllu því smáa og litríka þar. Það er nú á bak og burt með sínum gömlu húsum.

Hér er nokkrar ljósmyndir af því hvernig Skúlagatan leit út áður en hún var skipulögð upp á nýtt fyrir háhýsabyggð. Þarna var atvinnustarfsemi af ýmsu tagi í húsum sem höfðu staðið lengi og voru mörg býsna reisuleg.

 

Screen Shot 2016-07-21 at 23.37.05

Fyrst eru það hús trésmiðjunnar Völundar með sínum fræga turni. Turninum var reyndar bjargað og er nú smáhýsi á hrossabúinu Dallandi. Elsti hluti Völundarhúsanna var frá 1905, en þau voru keypt af borginni sem lét rífa þau 1987 til að rýma fyrir nýju skipulagi.

 

980824_609302359087786_1890032224_o

Hér er sama mynd af Völundarhúsunum en aðeins víðari. Sést betur hvernig þau tóku sig út í byggðinni. Þetta voru timburhús. Nokkru ofar í byggðinni er Franski spítalinn, líka úr timbri, en hann var sem betur fer ekki rifinn.

 

13686518_10206965403599892_2701724985471934765_n

Kveldúlfshúsin voru reist 1913 og rifin 1989. Þá hafði Eimskipafélagið uppi áform um að byggja þar stórt hótel, 20 þúsund fermetra og eru til teikningar að því. Ekkert varð af þessu og fleiri íbúðaturnar risu á lóð þessara húsa. Þarna voru höfuðstöðvar Kveldúlfs, útgerðarfélags Thorsaranna. Þarna voru fiskvinnslusalir, geymslur og skrifstofur og náði langleiðina upp á Lindargötu. Seinna notaði Eimskipafélagið byggingarnar sem skemmur og voru þau þá kölluð Skúlaskáli.

 

Screen Shot 2016-07-21 at 23.37.22

Hér er yngri mynd af Kveldúlfshúsunum, skömmu áður en þau voru rifin.

 

Screen Shot 2016-07-21 at 23.37.50

Þriðja byggingin sem hér skal nefnd er Sláturfélag Suðurlands. Hún lifði lengst, var ekki rifin fyrr en 1994. Ýmsir urðu til að andæfa því, upp komu hugmyndir um að nýta bygginguna undir aðra starfsemi. Það er auðvitað þekkt í mörgum erlendum borgum hvernig gamalt iðnaðarhúsnæði hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Þarna var meðal annars pylsugerð og niðursuðuverksmiðja, en elsti hluti bygginganna var frá 1907.

 

Screen Shot 2016-07-21 at 23.35.55

Hér sjást svo Sláturfélagshúsin undir lok líftíma síns. Íbúðarturnarnir eru farnir að rísa allt í kring.

 

Screen Shot 2016-07-24 at 18.11.13

Loks er svo yfirlitsmynd sem sýnir Skuggahverfið og Skúlagötuna á árunum milli stríða. Þarna sjást Völundarhúsin andspænis olíutönkunum á Klöpp en Kveldúlfshúsin eru nær með sínum hvítu fiskreitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“