fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Var búið að ákveða hreinsanirnar fyrir valdaránið?

Egill Helgason
Mánudaginn 18. júlí 2016 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn sem hefur þurft að verjast valdaráni er varla í stakk búin til að setja af 2745 dómara og saksóknara morguninn eftir. Eða svo kynni að virðast.

Þetta er meðal þess sem má lesa í grein sem birtist í hinu virta þýska dagblaði Frankfurter Allgemeine Zeitung. Þar er fjallað um valdaránstilraunina í Tyrklandi og sett fram sú kenning að hinar miklu hreinsanir sem Erdogan forseti boðar nú hafi verið undirbúnar fyrir nokkru síðan – herforingjar hafi komist á snoðir um þetta og efnt til hins veikburða valdaráns til að verja stöðu sína.

En í staðinn spiluðu þeir upp í hendurnar á Erdogan sem nú getur hert tökin í Tyrklandi eins og hann vill. Listinn yfir þá sem átti að handtaka eða hrekja úr starfi lá fyrir strax á laugardagsmorgun.

Morgunútvarpið á Rás 2 ræddi við Hakan Durak, Tyrkja sem hefur verið búsettur á Íslandi og margir hér þekkja. Hakan býr í hinum vestræna hluta Istanbul. Hann sagði í viðtalinu að hann hætti sér varla út fyrir hússins dyr, og ekki út fyrir hverfið sitt. Hann óttaðist að Tyrkland eins og við þekkjum það sé búið að vera, Erdogan og fólk sem dýrkar hann hafi öll völd.

Við heyrum trúarsöng allan tímann frá moskum allsstaðar í Istanbúl og Tyrklandi. Í gær og í fyrrakvöld var fólk, öfgamúslimar mestmegnis, sem safnaðist á torgum landsins. Við gátum ekki sofnað fyrir trúar-og þjóðernissöngvum sem sungnir voru mjög hátt.

Þetta eru ógnvænlegar fréttir. Ráðamenn á Vesturlöndum hvetja til stillingar og til þess að ekki verði teknar upp dauðarefsingar – semsé að Erdogan taki ekki það skref að fara að myrða andstæðinga sína. En þeir eru í klemmu. Eins og ástandið er í heimsmálunum er Tyrkland geópólitískt mikilvægasti staður í heimi. Nató og ESB munu áfram reyna að halda Tyrkjum góðum, forðast að styggja þá ekki um of. Þetta kallast raunsæispólitík og verður kannski ekki alltaf geðslegt að fylgjast með. En á móti er Erdogan viss í þeirri sök að ekki verði hróflað við sér. Tyrklandi verður ekki vísað úr Nató og það heldur sínum samningum við Evrópusambandið.

Svo má reyndar nefna í leiðinni að einn leiðtogi hefur sýnt Erdogan skilning og stuðning eftir atburði föstudagsins. Það er Vladimir Pútín. Grunnt hefur verið á því góða milli Rússlands og Tyrklands vegna Sýrlands og vegna rússnesku herþotunnar sem Tyrkir skutu niður síðastliðinn vetur. Pútín ræddi við Erdogan í síma eftir valdaránstilraunina og nú berast fréttir um að þeir ætli að hittast í byrjun ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“