fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Gamli Geysir og fleira við Vesturgötuna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er mynd sem tekin er neðst á Vesturgötu, tímasetningin er líklega áttundi áratugurinn, myndin er komin af vefnum Gamlar ljósmyndir. Þarna má sjá breytta tíma, hrörleg timburhús – á þessu skeiði voru menn ekkert farnir að gera þau upp að ráði. Það var ekki talið að þau ættu neina framtíð. En Grjótaþorpinu sem er þarna fyrir aftan var loks bjargað, þótt uppi væru áform um að rífa það allt og malbika yfir eins og lesa má í þessum pistli.

Um þessa viðhorfsbreytingu fjöllum við Pétur H. Ármannsson og Ragnhildur Thorsteinsson í sjónvarpsþáttum sem nefnast Steinsteypuöldin og eru á dagskrá RÚV í haust. Þar kemur líka við sögu Morgunblaðshúsið sem sést gnæfa lengst til vinstri á myndinni. Þetta er á tímanum þegar Mogginn var stórveldi og átti stórhýsi við aðalgötu bæjarins. Svo flutti blaðið í Kringluna og síðan út fyrir bæinn og smátt og smátt hnignaði því.

Nafn verslunarinnar Geysis lifir enn, meðal annars í búðum við Skólavörðustíg. Þar eru seld dýr föt sem ekki margir hafa efni á að kaupa, en gamli Geysir sem var á horni Vesturgötu og Aðalstrætis var í hæsta máta alþýðlegur. Þarna var farið með börn – kannski fremur drengi en stúlkur – til að kaupa peysur og úlpur. Geysir starfaði á þessum stað frá 1955 til 1992 og seldi líka veiðarfæri.

Öll gömlu húsin á myndinni hafa verið gerð upp og eru miklu fallegri nú en þá. Forskalningin hefur verið tekin af húsinu þar sem Geysir var, og hin húsin tvö hýsa nú veitingahús – hvað annað? Í húsinu þar sem var heildverslun I. Pálmasonar hf. er nú Tapasbarinn en á Vesturgötu þrjú, þar sem lengi var verslunin Fríða frænka, er nú kaffihúsið Stofan. Eins og sjá má á myndinni var þar rakarastofa á þessum árum.

Við sjáum að maðurinn á myndinni er í jakkafötum með bindi þrátt fyrir kulda og snjó. Honum hefði kannski ekki veitt af að fara í Geysi og kaupa sér úlpu. En á þessum árum var útivistarfatnaður ekki algengur í borginni – ólíkt því sem er nú þegar flestir sem eru á ferli í bænum eru í slíkum klæðnaði og vart hægt að kaupa önnur föt í miðborginni.

 

 

13603350_1032152466875762_9032310982071145383_o-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“