fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Ævintýri landsliðsins – snilldarleikur Gumma Ben

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. júní 2016 22:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er eins og ævintýri. Ég var svartsýnn fyrir leikinn, eins og endranær. Sonur minn var bjartsýnn – hann er það að eðlisfari. Gott hvað hann hefur haft oftar rétt fyrir sér í þessari keppni en ég. En æðið á Íslandi er slíkt að meira að segja systir mín er komin til Parísar að horfa á fótbolta – ég hefði seint búist við því.

En í kvöld, þegar pressa Austurríkismannanna var orðin nær óbærileg, og það var nánast eins og sjálfspynting að horfa, ná Íslendingarnir skyndisókn í blálokin, á síðustu sekúndu, og skora. Þetta gat ekki verið dramatískara eða skemmtilegra.

Mæta svo Englendingum í næsta leik! Englendingum! Þeir eru kannski ekki með besta liðið í keppninni, en stór hluti af hugmyndum og draumum Íslendinga um fótbolta hverfist um England og „enska boltann“. Í því liði eru leikmenn sem eru nánast eins og heimilisvinir á Íslandi.

Við höfum horft á leikina í Grikklandi. Hér braust út fögnuður þegar Ísland skoraði sigurmarkið. Hérna hafa reyndar dvalið ungverskir gestir sem fóru óskaplega í taugarnar á syni mínum þegar Ungverjar jöfnuðu um daginn. Þá fann hann Ungverjum allt til foráttu. En í kvöld var sameiginlegur fögnuður Íslendinga og Ungverja.

Það verður að segjast eins og er að ungverska liðið hefur spilað sérlega vel – eins og það óttist ekki neitt. Má jafnvel segja að þeir séu hugumstórir í leik sínum Ungverjarnir. Fyrri leikirnir tveir í kvöld voru báðir frábærlega spennandi.

Hér má sjá auglýsingu á veitingahúsi Stratosar vinar okkar. Hann var með tvo skjái, þannig hægt var að fylgjast með báðum leikjunum í einu. Takið eftir hinum fallega teiknaða íslenska fána.

 

13450784_10154298371260439_4108468371189235206_n

 

Margir Grikkir rifja upp Evrópukeppnina 2004. Þá sendu þeir lið sem litlar vonir voru bundnar við. En það byrjaði á því að vinna Portúgal 2-1 í opnunarleik mótsins. Gerði svo jafntefli við Spán, tapaði reyndar fyrir Rússlandi.

En svo upphófst ævintýrið af alvöru. Grikkirnir unnu Frakkland í átta liða úrslitum, svo Tékkland í undanúrslitum og loks Portúgal í úrslitaleiknum.

Ég var á eyjunni Naxos þegar leikurinn var – að honum loknum voru allir komir út á götur, slökkvibíllinn sem þeytti sírenur, lúðrasveit þar sem yngsti meðlimurinn var líklega sjö ára en sá elsti virtist níræður. Það var flugeldasýning yfir höfninni – Kári svaf þó í kerru sinni með grískan fána í bolnum sem stóð á Charisteas, það var markaskorari Grikkja, ógurlegur skallamaður. Á grísku hljómar fyrri huti nafnsins reyndar svolítið eins og Kári – eftir því var tekið á sínum tíma.

Ekki ætla ég að fullyrða að Ísland fari svona langt – en að komast í leik gegn Englandi á slíku stórmóti er einfaldlega frábærlega skemmtilegt. Liðið mun fá feikilega athygli fyrir vikið. Leikurinn fer einhvern veginn – það er um að gera að njóta þessa ævintýris. Í Washington Post er Ísland kallað „nýja uppáhaldsliðið“.

En það má ljóst vera að einn af sigurvegurum þessa móts er knattspyrnulýsandinn Gummi Ben. Þetta verður ekki betra.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“