fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Eyjan

Sjálfstæðismenn og forsetakosningarnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. júní 2016 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af undrum þessara forsetakosninga er að viðlíka margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins virðast ætla að kjósa Davíð og Guðna. Engu að síður þorir nálega enginn kunnur Sjalli að gangast við stuðningi við þann síðarnefnda af ótta við hefndaraðgerðir. Þetta hygg ég að gæti reynst flokknum verulega skaðlegt, einkum á kosningaári.

Þetta skrifar Stefán Pálsson sagnfræðingur og mikill áhugamaður um kosningar á Facebook-síðu sína.

Sjálfur vitnaði ég í gamlan kosningasmala um daginn sem hafði þá kenningu að Davíð gæti mest fengið helminginn af hámarksfylgi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samanlögðu – það er þá um það bil fjórðungur. En það er algjört hámark, sagði hann, líklega verður það lægra.

Í Sjálfstæðisflokknum eru afar blendnar tilfinningar gagnvart framboði Davíðs. Því fer fjarri að að stórar sveitir flokksmanna séu mættar til að styðja hann.

Og því er líka fleygt að Bjarni Benediktsson sé enginn sérstakur stuðningsmaður þessa forvera síns í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur núorðið býsna góð tök á flokknum, en eitt af því sem þvælist fyrir honum er forverinn, nú ritstjóri Morgunblaðsins, og sífelld krafa um að þurfi að spyrja hann ráða, fá samþykki hans, þóknast honum.

Staða Davíðs veikist til muna ef hann fer illa út úr forsetakosningum – Bjarni þarf þá síður að taka tillit til hans eða láta nærveru hans þjaka sig, svo stuðningsmönnum hans finnst sú tilhugsun að Guðni sigri í kosningunum alls ekki slæm.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“