fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

„Fæstir virðast hafa gert nokkuð rangt“

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum að horfa upp á uppgjör við hrunið númer 2. Nú beinist það að þeim sem dældu peningum frá Íslandi í aflandsfélög. Það var vitað að þetta hafi gerst, en Panamaskjölin sýna þetta atferli svart á hvítu. Við sjáum hvernig fjármagnseigendur kepptust við að koma peningum í skattaskjól á löngu tímabili og hvernig bankarnir reru ákaft undir. Og við sjáum líka dæmi þess að auðfólk sem varð algjörlega gjaldþrota hér heima, svo ofboðslega að ekki eru dæmi um annað eins, hefur komið stórfé undan og getur flutt það aftur til landsins á frábærum kjörum og notað það til fjárfestinga.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, skrifaði fyrir stuttu grein sem birtist í Kjarnanum. Það fór lítið fyrir greininni, enda voru hörð átök í stjórnmálunum daginn sem hún birtist. En þarna koma fram athyglisverð sjónarmið, Páll veltir fyrir sér vantrausti almennings á viðskipta- og atvinnulífinu. Hann telur að við forsvarsmenn viðskiptalífsins sé að sakast, því þeir hafi ekki verið afdráttarlausir í að fordæma þá afleitu viðskiptahætti sem tíðkuðust fyrir hrun.

Páll segir að alvarleg lögbrot hafi verið framin, til dæmis stórkostleg markaðsmisnotkun sem hafi eyðilagt trúna á markaðshagkerfið, en mest heyrist gagnrýni á dómstóla og ákæruvaldið frá atvinnulífinu:

Að mínu mati ber opin­ber umræða þess ­merki að almenn­ingi er ekki ljóst hvaða skoðun er ríkj­andi í atvinnu­líf­inu á þeim vafasömu starfs­háttum sem við­geng­ust fyrir hrun. Þar með hlýtur að ríkja vafi á því í huga fólks að atvinnu­lífið rýni mark­visst eigin starfs­hætti. Umræða um þá dóma sem fallið hafa í málum tengdum hrun­inu ein­kenn­ist af harðri gagn­rýn­i á ákæru­valdið og dóm­stóla af hálfu þeirra sem hafa verið sak­felld­ir. Fæst­ir, ef nokkrir, virð­ast telja sig hafa gert nokkuð rangt. Á meðan aðrir blanda sér­ ekki í umræð­una er hættan sú að litið verði á þessa sömu menn sem málsvara við­skipta­lífs­ins. Að mínu mati má færa sterk rök fyrir því að for­svars­menn í ís­lensku við­skipta­lífi eigi að láta sig þessa umræðu varða til þess að ekki ­leiki nokkur vafi á við­horfi meg­in­þorra atvinnu­lífs­ins á við­skipta­háttum í að­drag­anda hruns­ins.  Alvar­leg lög­brot voru fram­in.  Afleitir við­skipta­hættir kostuð­u gríð­ar­lega fjár­muni og mikla þján­ingu. Stór­kost­leg mark­aðs­mis­notkun átti sér­ ­stað. Trú á mark­aðs­hag­kerfið og hið frjálsa fram­tak hefur beðið hnekki. ­Starfs­um­hverfi atvinnu­lífs­ins hefur laskast af þessum sök­um. Mikið er í húfi. Þörf er á skýrum skila­boð­um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Umpólun Snorra?
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?