fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Hvað gerir stjórnarandstaðan við hina löngu málaskrá ríkisstjórnarinnar?

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. apríl 2016 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin langi málalisti ríkisstjórnarinnar hljómar næstum eins og grín. 76 mál sem á að koma í gegn fyrir kosningar í október – og það er ekki einu sinni minnst á afnám 110 ára reglunnar margumtöluðu!

Til að ná að vinna úr þessu þyrfti Alþingi að sitja alla daga fram að kosningum, en þar er einn hængurinn sá að venja er að taka frí meðan standa yfir forsetakosningar, það eru væntanlega sumarfrí, og svo þarf að slíta þingi tímanlega fyrir sjálfar þingkosningarnar. Varla seinna en mánuði.

Ráðherrar leggja fram óskalista með sínum málum og sum eru mjög stór. Menntamálaráðherra er með frumvarp um LÍN. Félagsmálaráðherra er með húsnæðisfrumvörp. Heilbrigðisráðherra með frumvarp um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustu, fjármálaráðherra boðar ríkisfjármálaáætlun til næstu ára og fjárlög. Þarna er að finna frumvarp um stjórnarskrárbreytingar í þremur liðum – en formaður þingflokks Framsóknar bætir um betur og heimtar Dýrafjarðargöng fyrir kosningar.

Sigurður Ingi Jóhannsson virðist vera allt öðruvísi forsætisráðherra en Sigmundur Davíð, manni sýnist að hann ætli að leggja sig fram um að eiga góð samskipti við andstæðinga sína. Hann stuðar ekki eins og Sigmundur var alltaf að gera.

Sumpart minnir Sigurður á gamla Framsóknarflokkinn, þennan sem gat starfað bæði til hægri og vinstri – var opinn í báða enda eins og sagt er. Stökk fimlega milli ríkisstjórna. Þar er hann líka ólíkur Sigmundi sem var alveg búinn að brenna fyrir samstarf eða yfirleitt samtal yfir á vinstri vænginn.

Maður hlýtur samt að spyrja hvort stjórninni er alvara með því að koma þessu öllu í gegn. Það hlýtur að útheimta meiriháttar lagni, samningatækni, en líka gulrætur og prik. Og hún hlýtur að vera reiðubuin til að fórna einhverjum af þessum málum til að ná öðrum í gegn.

Lætur stjórnarandstaðan bjóða sér þetta? Hún er náttúrlega ekki sterk þótt náðst hafi að knýja fram kosningar – sem er óhjákvæmilegt að halda í haust. Ríkisstjórnin getur ekki bakkað út úr því, en hún hefur að nokkru leyti náð vopnum sínum.

Stjórnarandstaðan samanstendur úr fjórum fremur litlum flokkum og hefur ekki mörg tæki til að bregðast við önnur en tafir og málþóf. Mótmæli fyrir utan þinghúsið hafa fjarað mestanpart út svo ekki er mikinn stuðning að hafa þaðan.

Það er reyndar athyglisvert að Össur Skarphéðinsson túlkar það svo að hugmyndafræðileg fjarlægð sé ekki mikil milli forsætisráðherrans nýja og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Árna Páls, Katrínar, Helga Hrafns og Óttars Proppé.

En Össur gagnrýnir stjórnmálaforingja fyrir „átakalaus stjórnmál og kurteist þing“ og segir að Píratarnir falli furðu vel „inn í þetta fjölskylduboð“.

Stjórnarandstaðan þarf að vita hvernig hún vill vinna saman – fyrir og eftir kosningar. Hún á ekki að vera hrædd við hörð átök, svo fremi þau snúist um vel skilgreind félagsleg markmið. Um það snýst pólitík og lýðræðið. – Annars er hætt við að Sigurði Inga gangi vel að svæfa menn yfir kurteisu spjalli í Stjórnarráðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“