fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Allir íbúar þurfa að gefa leyfi – afdrifaríkur dómur um Airbnb

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. apríl 2016 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

belo-200x200-4d851c5b28f61931bf1df28dd15e60efNú þegar mesta túristaskriða fyrr og síðar er á leiðinni yfir Ísland, fellur dómur sem getur haft talsverð áhrif á ferðaþjónustustarfsemi í þéttbýli.

Þetta myndi líklega teljast prófmál, en þarna var aðilum sem höfðu rekið ferðamannagistingu í fjöleignarhúsi í Skuggahverfi gert skylt að leita samþykkis annarra íbúa fyrir starfseminni.

Það voru aðrir íbúar í húsinu sem höfðu stefnt – og unnu sigur. Þeir kvörtuðu undan hávaða og ónæði vegna ferðamanna sem komu og fóru í þrjár í búðir í húsinu. Ein íbúðin var sögð rúma 10 manns.

Airbnb ferðamannagisting er út um borg og bý. Það heyrast fréttir af fjölbýlishúsum í eða við miðborgina þar sem meirihluti íbúða er í útleigu til ferðamanna. Nýskeð var sagt frá stóru fjölbýlishúsi þar sem eru fastir íbúar í einungis þriðjungi íbúðanna.

En samkvæmt úrskurði héraðsdóms þurfa semsagt allir íbúar að samþykkja slíka nýtingu á húsnæði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?