fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Eyjan

Mossack Fonsecka og íslenskir kaupsýslumenn árið 2004

Egill Helgason
Föstudaginn 8. apríl 2016 07:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er líklega í fyrsta skipti að nafn hinnar dularfullu lögfræðistöfu Mossack Fonseca er nefnt í íslenskum fjölmiðli, í DV 26. mars 2004. Blaðamaðurinn er Kristján Guy Burgess, sem nú er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

Segir þarna að Mossack Fonseca stundi þjónustu við þá sem vilja koma upp eignarhaldsfélögum með mikilli leynd, óþekktir aðilar sitji í stjórnum sem séu til málamynda, en lögfræðistofan tengist rannsóknum á peningaþvætti í mörgum löndum.

Kristján skrifar á Facebook í gær:

Fyrir tólf árum hélt ég að ég hefði afhjúpað mikinn skandal. Eftir töluverða rannsóknarvinnu leiddi ég að því líkur að peningar sem íslensku bankarnir greiddu í frægum viðskiptum með hlutabréf í Íslenskri erfðagreiningu hefðu horfið í Panama og þaðan orðið sjóður sem Kári Stefánsson og Hannes Smárason notuðu til að verða virkir fjárfestar í íslensku atvinnulífi. Í greininni sem ég skrifaði í mars 2004 fjallaði ég um panamíska lögfræðifyrirtækið Mossack Fonseca sem hefði tengsl við öll félögin sem um ræddi. Í leiðinni sagði ég frá því að fyrirtækið stæði í málaferlum í mörgum löndum vegna peningaþvættis og tengsla við spillta stjórnmálamenn og glæpahringi. Það var snúið að finna réttu leiðirnar að upplýsingum um málið og allir hlutaðeigandi reyndu að villa um fyrir mér eða neituðu að tala við mig. Öðrum fjölmiðlum gekk illa að fara með í málið gegn þagnarmúr og villuljósum. Sumsé, ég hélt að þetta væri afhjúpun á einstæðum skandal og yrði einhverjum víti til varnaðar. En síðan kom í ljós að hundruð Íslendinga, þar á meðal fráfarandi forsætisráðherra og fjármálaráðherra fóru svipaðar leiðir við stofnun félaga gegnum þetta panamíska fyrirtæki, einhverjir til að leyna eignarhaldi og aðrir til að komast undan sköttum. Margir hvort tveggja. Mér finnst það algerlega ótrúlegt og dáist að þeim sem hafa náð að afhjúpa þetta dót allt saman (Kudos Johannes Kr Kristjansson).
Ég ætlaði síðan að halda áfram með umfjöllunina og færa hana meira yfir í úttektir um aflandsfélög. Þá fékk ég skýr skilaboð um það að ofan að enginn hefði áhuga á slíkri umfjöllun, sem fær mig til að skilja aðeins betur hvernig ákveðnir íslenskir fjölmiðlar ákváðu að takast á við upplýsingarnar um hið heimsþekkta Tortolafélag, Wintris.

 

Screen Shot 2016-04-08 at 07.20.05

Screen Shot 2016-04-08 at 07.22.50

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“

Brynjar liggur undir feldi og íhugar vistaskipti – „Orðið flak lýsir best líðan minni núna“