Ólafur Ragnar Grímsson átti glæstan performans í hádeginu.
Sigmundur rýkur út á Bessastaði og vill fá bréf upp á að hann fái að rjúfa þing.
Ólafur snuprar Sigmund Davíð þegar hann segir að ekki sé með hæfi að draga forsetann með þessum hætti inn í „aflraunir“ stjórnarflokka.
Hann stillir sér upp með mótmælendum þegar hann talar um að þjóðin eigi ekki að „þurfa“ að efna til mótmæla.
Hann talar um nauðsyn þess að komast að niðurstöðu sem er þjóðinni fyrir bestu, ekki stjórnmálaflokkum.
Hann lítur svo á að þingrof með þeim hætti sem Sigmundur Davíð leggur til sé ekki til þess fallið.
Skýrði það út af mikilli yfirvegun.
Þingrof getur komið til greinar síðar og stjórnarandstaðan er ennþá að tala um vantrauststillögu sína.
Það er hins vegar athyglisvert hvað Smári McCarthy, einn helsti hugmyndafræðingur Pírata, skrifar. Smári varar við því að kjósa innan 45 daga. Hann segir að það sé alltof stuttur tími og vont fyrir lýðræðið í landinu.
Eins og stendur hjómar bráðabirgðastjórn fram á haust sem miklu betri kostur, minnihlutastjórn eða jafnvel utanþingsstjórn.
Það væri svo hægt að kjósa í september af meiri yfirvegun en í hamagangi sem myndi snúast um Sigmund Davíð og mál hans, hugsanlega uppljóstranir úr Panamagögnunum sem eiga eftir að koma fram, og að nokkru leyti um forsetakosningar sem væru að fara fram á sama tíma.