Hér er ansi merkilegt súlurit. Það kemur af vef sem nefnist Statista – þar birtast alls kyns tölfræðiupplýsingar.
Þarna er rakinn fjöldi þeirra sem hafa dáið í hryðjuverkaárásum í Vestur-Evrópu frá 1970. Samkvæmt þessu var ástandið verst á áttunda áratugnum og fram á þann níunda. Einstaka stórar hryðjuverkaárásir hækka töluna náttúrlega mikið.
En spurningin er – hví er óttinn svo miklu meiri nú en þá, þegar mannfallið er í raun svo lítið? Við þurfum eiginlega að svara því.
Svo er merkilegt að bera þessa tölfræði saman við þetta súlurit sem er líka frá Statista og sýnir mannfall vegna hryðjuverka í heiminum annars staðar en í Vestur-Evrópu á árunum 2001-2014. Samkvæmt þessu, tölurnar koma frá Global Terrorism Database, er „staðan“ 108.294 gegn 420.