fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

„Staðan“ – hryðjuverk í Vestur-Evrópu og annars staðar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. mars 2016 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er ansi merkilegt súlurit. Það kemur af vef sem nefnist Statista – þar birtast alls kyns tölfræðiupplýsingar.

Þarna er rakinn fjöldi þeirra sem hafa dáið í hryðjuverkaárásum í Vestur-Evrópu frá 1970. Samkvæmt þessu var ástandið verst á áttunda áratugnum og fram á þann níunda. Einstaka stórar hryðjuverkaárásir hækka töluna náttúrlega mikið.

En spurningin er – hví er óttinn svo miklu meiri nú en þá, þegar mannfallið er í raun svo lítið? Við þurfum eiginlega að svara því.

 

Screen Shot 2016-03-23 at 12.13.21

 

Svo er merkilegt að bera þessa tölfræði saman við þetta súlurit sem er líka frá Statista og sýnir mannfall vegna hryðjuverka í heiminum annars staðar en í Vestur-Evrópu á árunum 2001-2014. Samkvæmt þessu, tölurnar koma frá Global Terrorism Database, er „staðan“ 108.294 gegn 420.

 

Screen Shot 2016-03-23 at 12.28.30

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?