fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Eins og mýbit

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. mars 2016 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sumu leyti eru hryðjuverk eins og mýbit. Mýflugan er lítil og veik, líftimi hennar er afar stuttur, en ef við förum að klóra okkur í bitinu er hætt við að það bógni upp og verði óþægilegt. Sumir eru reyndar með ofnæmi fyrir bitinu.

Tökum til dæmis hvernig hryðjuverk ná að verða aðalmálið í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Það er í raun alveg út í hött, en er til merkis um hversu óupplýst þjóðfélagsumræðan er orðin vestra.

Almennt stafar Bandaríkjamönnum engin ógn af hryðjuverkum. Mannslífin sem tapast í hryðjuverkum eru afar fá. Hryðjuverk mun ekki geta kollvarpað bandaríska stjórnkerfinu. En forsetaframbjóðendur Repúblikana, Donald Trump og Ted Cruz láta eins og þetta sé stórkostleg ógn.

Þeir hamast við að klóra í bitið.

En hinar raunverulegu ógnir í Bandaríkjunum koma innanfrá. Þær felast í hræðilegum ójöfnuði sem versnar stöðugt, gríðarlegri auðsöfnun fárra, versnandi innviðum, stéttaskiptu heilbrigðis- og menntakerfi, kynþáttahatri – og svo má auðvitað nefna almenna byssueign.

Hversu margfalt fleiri Bandaríkjamenn deyja í byssuárásum eða byssuslysum heima en í hryðjuverkum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?