fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Hin hæfileikaríka María

Egill Helgason
Mánudaginn 21. mars 2016 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

fr_20160320_034940-1Vinkona mín og samstarfskona, María Helga Guðmundsdóttir, vann gull- og brons á opna sænska meistaramótinu í karate nú um helgina eins og lesa má í þessari frétt.

María er einstök hæfileikamanneskja. Hún er menntuð í jarðfræði- og umhverfisvísindum í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum.

En hún vinnur líka fyrir sér sem þýðandi og kom Vesturfaraþáttunum mínum á ensku – undir heitinu Westward Bound.

Ég var fjarskalega ánægður þegar hún sendi mér textana á þáttunum, þetta var svo vel gert hjá henni og málfarið svo lifandi. Og það var hvergi að finna neina villu.

Svo kom að kvæðunum – þau eru ótæpilega notuð í þáttunum. Í sumum tilvikum fundum við ekki enskar þýðingar á kvæðum sem voru ort á íslensku ellegar þær hentuðu ekki.

Þá tók María – sem er 28 ára – sig til og snaraði kvæðunum bara sjálf. Gerði það ótrúlega vel og hratt. Þá var ég orðinn fullur aðdáunar. Við notuðum svo eina af þýðingunum hennar í bæklingnum sem fylgdi með útgáfunni.

Þetta er kvæði sem var flutt í lok þáttarinnar, þegar við vorum komin út að Kyrrahafi, þarna veltir Stephan G. Stephansson fyrir sér þeirri blöndu þjóða –mósaík er það stundum kallað – sem myndar Kanada.

 

IMG_7297

Það var Sigurður Bragason, annar góður samstarfsmaður á RÚV, sem hannaði bæklinginn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?