Forsetakosningarnar á Íslandi verða bara skrítnari og skrítnari. Frambjóðendur drífur að og eru fæstir líklegir til að fá fylgi – hvað þá fjöldafylgi. Sumir virðast hafa lítið annað fram að færa en hégómann. Enn einu sinni verður það umhugsunarefni hversu allt er laust í reipunum í kringum þetta forsetaembætti.
Bæði um hvaða hlutverki forseti eigi að gegna, hvaða hugmyndir við höfum um hann, og hvernig við kjósum hann.
Það er hugsanlegt að ná kjöri sem forseti með tuttugu af hundraði atkvæða – eða jafnvel enná minna ef frambjóðendurnir eru nógu margir. Jafnvel 15 prósentum. Það er ekkert í stjórnarská sem stoppar slíkt.
Í svona ástandi hugsa margir sér til hreyfings. Heyrðu, það kann að vera séns!
Til dæmis er sagt að Davíð Oddsson sé alvarlega að íhuga framboð. Hann hefur ekki víða skírskotun lengur, en hann á möguleika ef þetta verður sirkus með tíu eða fleiri þátttakendum.