fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Sigmundur hefur rétt fyrir sér – borgin beygir sig fyrir verktökum en hlustar ekki á íbúa

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. mars 2016 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því miður er þetta rétt hjá Sigmundi Davíð. Og það sem meira er, allt regluverkið í kringum svona framkvæmdir, mitt á milli húsa, virðist vera hippsum happs. Í framkvæmdaleyfum stendur að beri að kynna framkvæmdir fyrir nágrönnum, en það er alveg undir hælinn lagt hvernig það er gert. Kannski er sendur lítill miði eða máski kemur einhver frá framkvæmdaaðila og heilsar upp á nágranna, en það er engin raunveruleg kynning. Það er ekki gefið svigrúm fyrir andmæli eða nægar upplýsingar til að þau megi koma fram. Manni virðist líka að oft sé sagt ósatt um framkvæmdirnar, ónæðið af þeim og tímann sem þær taka – og þá er heldur ekkert eftirlit af hálfu borgarinnar.

Þeir sem verða fyrir ónæðinu vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér. Hjá borginni vísar hver á annan, enginn kannast við að bera ábyrgð, það virðist nánast útilokað að fá eftirlitsaðila á vettvang, en ef þeir koma staldra þeir stutt við, verktakar fullvissa þá um að allt sé í himnalagi – og þeir aðhafast ekki neitt.

Stjórnsýslan í kringum þetta er svo ónýt að að kvartanir vegna framkvæmda eru ekki skráðar, eins og sagði í frétt Ríkisútvarpsins í gær.

Úr framkvæmdaleyfi á Laugavegi 4-6:

Komi fram alvarlegar athugasemdir eða meinbugir á því hvernig heimild þessari er beitt áskilur Reykjavíkurborgar sér fullan og ótakmarkaðan rétt til að fella heimild þessa úr gildi án frekari fyrirvara.

En hvernig á að að fara að þessu ef kvartanirnar eru ekki einu sinni skráðar og starfsmenn borgarinnar koma alltaf af fjöllum?

Þetta þýðir að í raun gilda frumskógarlögmál. Sá sem er frekastur og yfirgangssamastur ræður. Jú, það eru kannski einhverjar reglur, en það fer ekki fram nein kynning á því hverjar þær eru eða hvernig þeim skuli beitt. Það verður ekki séð að þeir sem brjóta reglur og virða ekki mörk sæti neinum refsingum eða takmörkunum. Borgin hefur rétt til að stöðva framkvæmdir  – en er það nokkurn tíma gert?

Stundum ætti jafnvel að vera nærtækast að hringja á lögregluna – en hún gerir ekkert, enda sjást varla lögreglumenn á ferli í miðborginni lengur.

Nú er verið að grafa djúpt ofan í jörð víða þar sem er mikil byggð í kring. Þetta útheimtir stanslausa notkun höggbora og sprengingar, jafnvel svo mánuðum skiptir. Það er ekkert vit í að láta verktakana eina um að ráða ferðinni. Hávaðinn og höggin eru sums staðar slík að ógnar bæði heilsu og sálarró þeirra sem verða fyrir þessu – fyrir utan tap sem verslanir og veitingahús verða fyrir þegar viðskiptavinir flýja ósköpin.

Slíkt getur vel sett lítil fyrirtæki á hausinn – og þá bjóðast engar bætur. Í raun ættu bætur af þessu tagi að reiknast inn í byggingakostnað, eða hver er réttur þeirra sem eru fyrir á staðnum, íbúa og fyrirtækja, sem hafa kannski verið þar í áratugi?

Nei, allur rétturinn virðist vera framkvæmdaaðilans og verktakans. Og það er kannski tímanna tákn að þeir sem verða fyrir mesta ónæðinu eru oft einyrkjar, þeir sem eru með smáfyrirtæki og eiga afskaplega lítið undir sér. Borgin virðist hins vegar alltaf vera til í að lúta í duftið fyrir hinum sterku.

Sumt af þessum framkvæmdum væri kannski þolanlegra ef borgin sýndi smá viðleitni til að standa með íbúunum – og ef væri allavega einhver vísir að því að sæmilega væri staðið að kynningu og eftirliti með framkvæmdum og andmælaréttur jafnvel virkjaður og virtur að einhverju leyti.

 

Screen Shot 2016-03-10 at 19.59.53

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn