fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Framkvæmdastýra VG sakar Samfylkinguna um hentistefnu vegna stjórnarskrárinnar

Egill Helgason
Laugardaginn 5. mars 2016 17:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kann að vera að sé að myndast sterk andstaða við tillögur stjórnarskrárnefndar? Tillögurnar felast í nýju auðlindaákvæði, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og ákvæði um náttúruvernd. Þær hafa verið settar saman í nefnd sem skipa:

Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, formaður
Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Pírötum
Birgir Ármannsson, alþingismaður, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki
Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af Framsóknarflokki
Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, tilnefndur af Framsóknarflokki
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Vinstrihreyfingunni – grænu framboði
Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður, tilnefnd af Samfylkingu
Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmdastjóri, tilnefnd af Bjartri framtíð
Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Sjálfstæðisflokki

Píratar áttu fulltrúa í nefndinni, en innan Pírata hafa verið deilur um hvort hreyfingin eigi að vera með tillögunum eða á móti þeim.

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, birtir eftirfarandi færslu á Facebook:

 

Screen Shot 2016-03-05 at 17.49.57

 

Tilefnið gæti verið eftirfarandi færsla Marðar Árnasonar:

 

Screen Shot 2016-03-05 at 17.49.12

 

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, er hefur kallað tillögur stjórnarskrárnefndar „litla mús“ sem hafi fæðst eftir „þriggja ára leynimakk í bakherbergjum stjórnmálanna“.

Árni Páll Árnason, formaður flokksins, hvetur hins vegar til þess að tillögurnar verði samþykktar:

Það felst engin mótsögn í stuðningi við þessar breytingar og stuðningi við frekari stjórnarskrárumbætur. Þvert á móti mun samþykkt þessara afmörkuðu breytinga varða veginn og senda skýrt þau skilaboð að stjórnarskrá landsins er lifandi plagg sem tekur reglulegum breytingum í samræmi við nýjar þarfir. Þess vegna eigum við að nýta þetta sögulega tækifæri sem nú gefst til stjórnarskrárbreytingar.

Það virðist semsagt vera möguleiki að flokkurinn snúist gegn formanninum í stjórnarskrármálinu.

Svo er náttúrlega áhugavert að Katrín Jakobsdóttir, helsti leiðtoginn á vinstri væng stjórnmálanna og hugsanlegur forsetaframbjóðandi, skuli hafa verið í sjálfri stjórnarskrárnefndinni. Hún styður væntanlega tillögurnar. Þess verður að geta að stjórnarskráin hefur ekki verið jafn mikið hjartans mál fyrir Vinstri græn og Samfylkinguna – hvað þá hið umdeilda stjórnlagaráð og tillögur þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar