fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Rétt rúmlega ár í kosningar – og Píratarnir stækka enn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. mars 2016 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvers vegna eru Píratar ennþá stærstir, með 35,9 prósent atkvæða?  Stærri en ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt? Þrátt fyrir deilurnar í þeirra ranni. Getur verið að öllum sé sama um þær?

Píratarnir eru stærstir þrátt fyrir myndina hér að neðan, grafið er frá Ríkisútvarpinu. Þetta er gríðarleg lækkun skulda.

 

fr_20160302_033733

 

Það er líka bullandi hagvöxtur,  meiri en annars staðar á Vesturlöndum, og líkur á að svo verði áfram. Atvinnuleysi er á leiðinni niður í ekki neitt, það þarf að flytja inn vinnuafl í stórum stíl. Samt er óánægja.

 

Screen Shot 2016-03-02 at 20.40.56

 

Getur verið að hérna sé hluti skýringarinnar? Þetta er úr DV í dag. Léleg laun, háir vextir, lítill kaupmáttur?

 
Screen Shot 2016-03-02 at 20.14.15

Screen Shot 2016-03-02 at 20.14.38

 

Og kannski sú tilfinnig að stjórnvöld séu sífellt að vinna fyrir hagsmunaaðila, séu beinlíns vakin og sofin yfir sérhagsmununum. Það eru til dæmis þessir samningar – sem geta auðvitað ekki talist vera samningar í neinni venjulegri merkingu þess orðs.

 

Screen Shot 2016-03-02 at 20.18.34

 

Og kannski sú stjórnlausa græðgi sem er að leysast úr læðingi og einhvern veginn skortur á allri viðleitni stjórnvalda til að hafa hemil á henni? Síðast þetta.

 

11059510_10205767586770795_6432761856052830052_n

 

Gleymum heldur ekki þessu. 81.871 hafa skrifað undir.

 

Screen Shot 2016-03-02 at 20.44.17

 

Minna má á að nú er rétt rúmlega ár í kosningar, en minna en ár þangað til flestir flokkar verða komnir með framboðslista og væntanlega kosningastefnu líka. Hvað ætlar fjórflokkurinn að bjóða upp á í kosningunum andspænis þessu fólki sem lítur reyndar út eins og Strumpar á þessari mynd þar sem við erum líka minnt á tilvist stjórnmálaflokks sem virðist ekki eiga nein svör við samtímanum?

 

Screen Shot 2016-03-02 at 20.24.27

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum