Hér eru þrjár ljósmyndir sem koma við sögu í Kiljunni annað kvöld. Þær eru teknar af bandarískum hermanni sem hér dvaldist í stríðinu, Emil Edgren, og komu út í bók fyrir nokkrum árum undir heitinu Dagbók frá veröld sem var.
Peysufatakonur á horni Túngötu og Ægisgötu.
Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. Í glugganum má sjá skilti frá Alþýðublaðinu en í húsinu á móti, í Ingólfsstræti má sjá afgreiðslu Vísis. Á þessum tíma voru fjölmiðlarnir niðri í bæ.
Tveir virðulegir karlar ganga saman upp Kirkjugarðsstíginn.