fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

106,8 milljarða hagnaður bankanna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður íslensku bankanna árið 2016, samkvæmt nýbirtum tölum:

49,7 milljarðar – Arionbanki

36,5 milljarðar – Landsbankinn

20,6 milljarðar – Íslandsbanki

Samtals – 106,8 milljarðar

Þetta eru yfirgengilega háar tölur – og það á markaði þar sem samkeppni virðist í raun vera með öllu óvirk. Eða hefur einhver orðið var við að bankarnir séu að keppa sín í milli?

Stór hluti bankakerfisins er nú í ríkiseigu. Það er talað um nauðsyn þess að einkavæða það. En hverjir hafa efni á því að kaupa þessa banka – hverjir fá að kaupa þá?

Og hvernig borga þeir fyrir – það er ekki síst þar sem sporin hræða.

Ragnar Önundarson setur fram þessa athugasemd á Facebook:

Hver sem er getur keypt bankana og velt kaupverðinu yfir á þjóðina. Sala banka er bara grín við þessi skilyrði.

Önnur spurning er hvort við ættum ekki að geta komist af í þessu landi með miklu ódýrara bankakerfi, banka sem eru ekki svona dýrir í rekstri og taka ekki til sín svo mikið fé.

Hagnaður bankanna jafngildir um 330 þúsund krónum á hvert mannsbarn á Íslandi. 1,3 milljónir á vísitölufjölskylduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur