fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Undirgefni Houellebecqs – hvernig komast öfgamenn til valda?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

fr_20160218_032807Í skáldsögunni Undirgefni kemst flokkur múslima til valda í Frakklandi. Höfundurinn, Michel Houellebecq, setur þetta svona upp:

Í frönskum forsetakosningum eru tvær umferðir. Í bókinni fær Þjóðfylking Marine Le Pen yfirburðafylgi í fyrri umferð, 35 prósent. Sósíalistar fá um 20 prósent en flokkur múslima ívið meira, 22 prósent.

Í seinni umferðinni stendur valið á milli tveggja efstu, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar og frambjóðanda Bræðralags múslima.

Sósíalistar og hófsamir hægri menn þurfa að ákveða hvern þeir styðja í seinni umferðinni. Þeir ákveða að styðja frekar múslimana en fasistana og þar með eru múslimarnir komnir til valda.

Það er svo ein snilldin við bókina að Mouhammed Ben Abbes, sem er kosinn forseti, er ekki alslæmur. Houellebecq gerir hann að klárum manni sem virkar næstum skynsamur. Þetta er enginn Isis-liði. Hann stendur meira að segja uppi í hárinu á Saudi-Aröbum. Hann kemur ákveðinni ró á samfélagið.

En hann greiðir gamla þjóðfélagskerfinu í raun náðarhöggið, í bókinni er það líka komið að fótum fram, fjölmiðlarnir, háskólarnir, stjórnmálamennirnir. Allt virkar gelt, lífvana og slappt.

Gæti þetta gerst? Nei, líklega ekki. Þetta er eins konar tilraun hjá Houellebecq. Í bókinni Kortið og landið voru það Kínverjar sem nánast taka yfir Evrópu, hún verður eins konar skemmtigarður fyrir þá – þeir koma og skoða hina gömlu evrópsku menningu. Íbúarnir þjást samt ekkert, þeir hafa það bara sæmilega gott – eins og í Undirgefninni.

Stærsti punkturinn hjá Houellebecq er hversu slöpp við erum orðin í trú á þjóðfélagsgerð okkar og í vörninni fyrir hana.

Hvernig komast öfgaöfl til valda? Hitler náði völdum í lýðræðislegum kosningum, það voru á endanum hefðbundnir hægri flokkar sem greiddu leið hans. Í Bandaríkjunum sjáum við Donald Trump. Við trúum því ekki að hann geti orðið forseti. En innan flokks hans, Repúblikanaflokksins, eru ekki lengur neinar varnir gagnvart lýðskrumi eins og hann stundar.

Í raun ætti það að vera hlutverk Repúblikananna að stöðva Trump, en þar bregðast þeir algjörlega. Það fellur líklega í hlut Demókrata að stoppa hann – í kosningum næsta nóvember. En ef það tekst ekki?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur