fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Þessar furðulegu kosningar…

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. febrúar 2016 23:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Candidate-CollageSonur minn sem er þrettán ára er búinn að vera að fylgjast með Bernie Sanders síðan síðastliðið sumar. Hann fær skilaboð frá fréttaveitum sem segja frá framgangi Bernies. Ég heyrði fyrst um frambjóðandann frá stráknum.

Ég gerði mig breiðan á þeim tíma, sagði að svona pólitíkus myndi varla ná langt í Bandaríkjunum. Hann væri alltof gamall og alltof vinstri sinnaður. Ætti ekki séns.

Við þrösum dálítið um pólitíkina í Bandaríkjunum (hin íslenska kemur hvergi við sögu). Ég segist halda að Hillary Clinton muni þrátt fyrir allt vinna útnefningu Demókrata. Þá minnir hann mig á hvað ég var lítt sannspár í fyrra.

Þá segist ég óttast að maður eins og Bernie verði hakkaður í spað þegar áróðursvélum Repúblikana verður beint gegn honum.  Á móti bendir hann á skoðanakannanir sem sýna að Bernie kunni að vera sterkari frambjóðandi gegn Repúblikönum en Hillary. Ég segi að ómögulegt sé að spá um slíkt. Hann er samt búinn að kynna sér málin betur en ég.

Í gær komu vinir okkar frá Bandaríkjunum í heimsókn. Frekar venjulegt fólk. Einhvers staðar á miðjunni í pólitík. Þau sögðust dauðskammast sín fyrir uppgang Donalds Trumps, gætu varla afsakað hann nógsamlega fyrir Evrópubúum. Fjölmiðlarnir ættu reyndar mikla sök þar á, þeir fengju ekki nóg af því að sýna þennan lýðskrumara, líka fjölmiðlarnir sem ættu að teljast sæmilega áreiðanlegir.

En þeim leist heldur ekki á Bernie Sanders. Töldu að hann væri of langt til vinstri og gæti ekki unnið kosningar. Ég sagði þeim að á íslenskan mælikvarða væri Bernie enginn sérstakur vinstri maður. Þegar skoðuð væru amerísk kosningapróf fyndu íslenskir hægrimenn jafnvel samhljóm með Bernie.

En þau höfðu miklar áhyggjur. Konan, Mary að nafni, sagði að hún ætlaði hugsanlega að fara að fara að vinna fyrir frambjóðanda í fyrsta skipti á ævinni – fyrir Hillary. Það væri ekki endilega vegna þess að hún væri svo hrifinn af henni, heldur til að koma í veg fyrir sigur hinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur