fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Pútín er meiri ógn við Evrópu en Isis

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 23:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Soros, auðmaðurinn, rithöfundurinn og mannvinurinn, sem er ættaður frá Ungverjalandi, skrifar grein um ástand heimsmála sem birtist á Project Syndicate og síðan í Guardian. Soros heldur því fram að Vladimir Pútín sé meiri ógn við Evrópu en ISIS.

Nú þegar Rússar standa í árásum á Aleppo í félagi við her harðstjórans Bashirs Assad en Medvedev forsætisráðherra varar við nýrri heimsstyrjöld ef Saudar blanda sér í leikinn, er erfitt annað en að taka mark á greiningu Soros. Langafkastamestu morðingjarnir í Sýrlandi eru sveitir Assads, nú studdar af Rússum.

Soros segir að það sé algjör misskilingur að halda að Rússar geti verið bandamenn Vesturlanda í Sýrlandi. Markmið Pútíns sé að ala á upplausn innan Evrópusambandsins, besta leiðin til þess sé að sjá til þess að straumur flóttamanna flæði yfir álfuna. Pútín mun ekki taka við þeim flóttamönnum, varla einum einasta.

Sýrlenskir borgarar flýja hver sem betur getur undan árásum Assads og Rússanna. Her Assads notar hinar alræmdu tunnusprengjur sem valda geysilegu manntjóni og örkumlun. 70 þúsund manns er komnir að landamærum Tyrklands, víst er að mun fjölga í þeim hópi. Angela Merkel fór í misheppnaða ferð til Tyrklands til að reyna að fá Erdogan forseta til leyfa fólkinu að vera í Tyrklandi, svo mætti létta þrýstingi af Grikkjum í Eyjahafi. Grikkir eiga erfitt með að stöðva allt þetta fólk, og nú eru uppi hræðilegar hugmyndir um að loka norðurlandamærum Grikklands svo það komist ekki lengra.

Soros segir að Pútín sé kænn en hann sé sjái ekki langt fram í tímann. Þetta var ekki markmið hans þegar hann blandaði sér í Sýrlandsdeiluna. Þá var hann að reyna að sýna styrk Rússa, sem nú eru að festast í átökum sem sér ekki fyrir endann á. Það getur reynst dýrkeypt. Þetta hefur eyðilagt samskipti Rússa og Tyrkja sem eru mikilvæg fyrir báðar þjóðir.

En þegar Pútín sá hvað var að gerast í Evrópu greip hann tækifærið. Hann talar um að hann vilji berjast með Vesturlöndum gegn sameiginlegum óvini, Isis. Þetta er ekki nema hálfur sannleikurinn, rétt eins og þegar Rússar undirrita Minsk samkomulagið um Úkraínu en standa ekki við það. Það sé makalaust að sjá að sumir vestrænir leiðtogar virðast trúa Pútín, eða vilja trúa honum, skrifar Soros.

Rússland og Evrópusambandið eru í kapphlaupi við tímann, segir hann ennfremur. Það er spurning hvort hrynur fyrst. Rússland er á leiðinni í gjaldþrot sem verður líklega á næsta ári, þegar ýmis stór erlend lán eru komin á tíma. Lífskjör fara hríðversnandi vegna lækkaðs olíuverðs og viðskiptaþvingana. Fjárlagahallinn er 7 prósent, Soros segir að nauðsynlegt sé fyrir Rússa að ná honum niður fyrir 3 prósent. Annars fari verðbólga úr böndunum.

Besta leið Pútíns út úr þessu er ef Evrópa hrynur fyrr. Evrópusamband sem er að liðast í sundur mun ekki geta staðið á bak við viðskiptaþvinganir. Pútín græðir á því að ala á óeiningu innan álfunnar, hann mun geta ræktað viðskiptasambönd innan ýmissa ríkja og haldið áfram að ýta undir pópúlíska, and-evrópusinnaða stjórnmálaflokka innan álfunnar eins og hann hefur gert.

Hér má benda á aðra grein, hún er eftir sósíalistann Owen Jones, en þar skrifar hann um samkrull Rússa við hreyfingar hægriöfgamanna í Evrópu og hvernig þær líta til hans sem fyrirmyndar.

George Soros segir að eins og málin standa sé hætta á að Evrópa leysist upp. Síðan í fjármálakreppunni 2008 hafi Evrópa naumlega reddað sér í gegnum hverja krísuna á fætur annarri. En nú blasi við fimm til sex krísur í einu. Það gæti reynst of mikið. Eins og Merkel hafi bent á, geti flóttamannakrísan eyðilagt ESB.

Í þessu kapphlaupi um að lifa af er Evrópa á öndverðum meiði við Rússland. Isis sé vissulega ógn, en hana megi samt ekki ofmeta. Árásir hryðjuverkamanna, hversu hræðilegar sem þær eru, jafnist ekki á við ógnina sem stafar af Rússlandi. Isis skilji vel hvað vekur ótta og öryggisleysi á Vesturlöndum, rétt eins og al-Qaida áður.  Með því að magna upp óvild gegn múslimum og ótta við íslam, vonast samtökin til að sannfæra unga múslima um að terrorismi sé eina leiðin fyrir þá. Við þessu sé einfalt mótefni: Að neita að hegða sér eins og óvinurinn ætlast til.
article-3433423-30E8163B00000578-61_636x404

Flóttafólk á leið frá Aleppo undan árásum Rússa og sveita Assads.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur