Hinn ungi þingmaður Sjálfstæðisflokks, Vilhjálmur Árnason, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið. Í viðtali við Viðskiptablaðið er þetta haft eftir honum.
Vilhjálmur segir uppgang Pírata vera ákall þjóðarinnar um að breyta kerfinu, sem sé eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf talað um.
Það er spurning hvort þingmaðurinn sé kannski í röngum flokki, hafi ef til vill villst?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn á Íslandi í u.þ.b. 57 ár af þeim árum sem íslenska lýðveldið hefur verið til, það eru að verða 71 ár. Ríkisstjórnir hafa semsagt verið án hans í sirka 14 ár.