fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Kraftur samskiptamiðla til að skapa – og til að eyðileggja

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. febrúar 2016 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti dálkahöfundur Thomas L. Friedman skrifar í New York Times og spyr hvort samskiptamiðlar skapi eða brjóti niður. Þetta er afskaplega tímabær hugvekja. Friedman vísar í uppreisnir sem hafa orðið í ýmsum löndum, knúðar áfram af skilaboðum á Facebook og öðrum samskiptamiðlum. Þar er náttúrlega frægast hið svokallaða Arabíska vor. En þegar upp var staðið, tókst ekki í neinni af þessum uppreisnum að byggja upp nýja eða varanlega skipan stjórnmála, meðal annars vegna þess hversu margar raddir fóru að hljóma í einu og gerðu ómögulegt að skapa samstöðu.

Friedman byggir pistil sinn á orðum Waels Ghonim, ungs Egypta sem setti í loftið Facebook-síðu árið 2011. Hún var eitt upphafið að hinum miklu mótmælum á Tahrir-torgi sem urðu þess valdandi að Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum. En sú uppreisn fæddi ekki af sér neinn lýðræðislegan valkost, fyrst náðu íslamistar völdum í Egyptalandi, síðar herforingjar. Nú ríkir þar mikil ógnarstjórn.

Friedman vitnar í eftirfarandi orð Ghonims, sem nú er fluttur til Bandaríkjanna:

Ég sagði eitt sinn að maður þyrfti ekki annað en internetið til að frelsa samfélagið. Það var rangt hjá mér. Ég sagði þetta 2011 þegar Facebook-síða sem ég opnaði undir nafnleynd varð kveikjan að egypskri byltingu. Arabíska vorið sýndi hinn mikla áhrifamátt samskiptamiðla, en líka stærstu gallana við þá. Sama tækið og hjálpaði okkur að fella einræðisherra, sundraði okkur líka.

Friedman lýsir því í greininni hvernig Ghonim var handtekinn af lögreglu, barinn og látinn laus þegar fjöldamótmæli brutust út. Hann var þá með vinsælustu Facebook-síðu í arabaheiminum. Mubarak gafst loks upp og sagði af sér.

En að sögn Ghonims dvínaði gleðin fljótt. Samfélagsmiðlarnir mögnuðu upp klofning með því að auðvelda dreifingu alls kyns sögusagna, rangra upplýsinga og hatursáróðurs. Þetta hafi smátt og smátt orðið eitrað umhverfi.

Heimur minn á netinu varð eins og vígvöllur, fullur af hatri, lygum og tröllsskap.

Ghonim segist hafa verið í sjálfskipuðu þagnarbindindi í tvö ár eftir að uppreisnin sem hann átti svo mikinn þátt í að hefja endaði með ósköpum. Ósigurinn hafi lagst þungt á hann. Hann hefur þetta að segja um áhrif internetsins, í endursögn:

Í fyrsta lagið vitum við ekki hvernig við eigum að taka á sögusögnum. Sögusögnum sem staðfesta fyrirfram ákveðnar meiningar fólks er látlaust dreift og trúað af milljónum manna.

Í öðru lagi höfum við tilhneigingu til að eiga fyrst og fremst samskipti við fólk sem er á sömu skoðun og við. Á samskiptamiðlum getum við þaggað niðri í öllum öðrum, blokkerað það og útilokað.

Í þriðja lagi: Umræður á netinu geta mjög fljótt breyst í reiðan múg. Það er eins og við gleymum því fljótt að á netinu er raunverulegt fólk, ekki bara merki á skjá.

Í fjórða lagi er mjög erfitt að skipta um skoðun. Vegna þess hversu miðlarnir gera ráð fyrir hröðum og knöppum samskiptum, drögum við ályktanir og tjáum skoðanir okkar á flóknum málum í örfáum orðum. Og þegar við erum búin að því lifir það til eilífðarnóns á netinu.

Og í fimmta lagi: Á netinu erum við sífellt að hrópa upp, við básúnum viðhorf okkar. Þetta kemur í stað fyrir eiginlega samræðu, við setjum fram grunnfærnar athugasemdir í stað þess að eiga eiginlegt samtal. Það er líkt og við höfum ákeðið að tala yfir hausamótunum hvert á öðru í stað þess að tala saman.

Ghonim hefur þó ekki gefist upp á internetinu. Hann hefur opnað vef sem nefnist parlio.com sem er ætlað að vera vettvangur vitrænnar samræðu, hugmyndin er að færa fólk saman fremur en að sundra því, þótt málefnin kunni að vera erfið og eldfim.

Grein Thomas L. Friedman endar á þessum orðum:

Fyrir fimm árum, segir Ghonim, hélt ég því fram að maður þyrfti ekki annað en internetið til að frelsa samfélagið. Í dag trúi ég því að ef við viljum frelsa samfélagið, þá þurfum við fyrst að frelsa internetið.

 

Wael-Ghonim

Wael Ghonim á Tahrir torgi í Kaíró 2011. Hann segir að samskiptamiðlar hafi fylkt mótmælendum saman en sundrað þeim fljótt aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur