Danir fá rosalega útreið vegna þeirrar ákvörðunar danskra stjórnvalda að hirða eigur af flóttafólki. Einn frægasti listamaður heims, Ai Weiwei, ákveður að loka sýningu með verkum sínum í Kaupmannahöfn. Ai Weiwei er líka mikill baráttumaður fyrir mannréttindum.
Einn þekktasti skopmyndateiknari í heimi, Steve Bell, tekur Dani á beinið – segir að stjórnarflokkurinn Venstre sé hugsanlega einn heimskulegasti flokkur í heimi og teiknar Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra. Svínakjöt og Lego fær að fljóta með.
Margir spyrja hvort flóttamennirnir fái að halda tannfyllingunum. Danmörk hefur líklega aldrei orðið fyrir öðrum eins álitshnekki. Svona sér teiknarinn Dave Brown Litlu hafmeyjuna í The Independent.