fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Örnólfur, Kristinn og Gunnar

Egill Helgason
Föstudaginn 25. febrúar 2005 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Örnólfur Árnason, Gunnar Birgisson, Sveinn Aðalsteinsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Jón Valur Jensson og Sigurður Hólm Gunnarsson.

Örnólfur er höfundur bókanna Á slóð kolkrabbans og Bankabókarinnar. Bækurnar fjölluðu um viðskiptalífiðá Íslandi eins og það var upp úr 1990. Örnólfur mun ræða þann veruleika, Háskólasjóð Eimskipafélagsins, hlutabréfaeign stjórnenda þess, fákeppni og einokun – og hinar miklu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu síðan þá. Leiða þær kannski á endanum til sömu niðurstöðu – fákeppni og einokunar?

Jón Valur Jensson og Sigurður Hólm Gunnarsson ræða heitt deilumál – kristindómskennslu í skólum, innrætingu og trúboð, siðferðisuppeldi og fjölmenningu og ýmislegt þessu tengt.

Kristinn H. Gunnarsson kemur í þáttinn af flokksþingi Framsóknarflokksins, en kosning þar fer fram stuttu eftir að þættinum lýkur.

Í þættinum verður einnig fjallað um samsæriskenningar sem tengjast 9/11 og hvernig hryðjuverkaógninni er beitt til að rétta herskáa stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Þátturinn er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi og er svo endursýndur seint um kvöldið. Hann er í opinni dagskrá. Einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump