fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Í Kraká

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. desember 2005 11:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni – þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum.

Ég ætla að rifja upp kynnin við Kraká í nokkra daga. Þetta er nátturlega borg Jóhannesar Páls páfa – hér eru myndir af honum um allt. En hér var líka Tadeusz Kantor, einn stórkostlegasti leikhúsmaður síðustu aldar, sem ég átti þátt í að koma á Listahátíð 1990. Og svo gamla gyðingahverfið, kirkjurnar og söfnin. Ég er samt svolítið tvístígandi hvort ég eigi að fara þennan stutta bíltúr til Auschwitz sem er stutt hér frá. Er það ekki skylda manns? En hefur maður taugar í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum