fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn breytir um ham

Egill Helgason
Föstudaginn 27. október 2006 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík er alltaf fjör. Því hvað sem verður um flokkinn sagt, þá er hann eina raunverulega fjöldahreyfingin í íslenskri pólitík. Það þykir lélegt ef ekki mæta fleiri en tíu þúsund manns til að kjósa. Prófkjörin hafa líka stundum verið dramatísk – hrikalegust voru átökin auðvitað þegar sjálfur formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, missti fótanna og rann alla leið niður í sjöunda sæti. Datt svo út af þingi í kjölfarið, tók samt sæti í ríkisstjórn sem utanríkisráðherra, en Þorsteinn Pálsson, sem stuttu síðar var kjörinn formaður, fékk ekki að koma inn í ríkisstjórnina, heldur sat fyrir utan og beið.

Á þeim tíma var ekki góð stjórn á hlutunum hjá Sjálfstæðisflokknum.

— — —

Síðustu valdaskipti hjá flokknum gengu hins vegar furðu smurt fyrir sig, ekki síst ef tekið er tillit til þess hversu sterkur – og óbilgjarn – formaður Davíð var. Kannski hefði einhverjum þótt eðlilegt að þingmenn hér í Reykjavík færðust bara upp um eitt sæti – Geir í fyrsta sætið, Björn í annað sætið. Guðlaugur Þór er að rugla þessu með framboði sínu. Sumum finnst kannski ofdramb hjá Guðlaugi að gera með þessum hætti tilkall til ráðherradóms. Hins vegar virðist hann hafa góða möguleika á að fella Björn – margir sjálfstæðismenn eru orðnir þreyttir á dómsmálaráðherranum, einstrengingshætti hans og sífelldum vígaferlum sem hann stendur í við menn úti í bæ.

Aukinheldur má benda á að nær algjör umskipti hafa orðið í Sjálfstæðisflokknum á stuttum tíma. Það er í rauninni alveg nýtt fólk sem stjórnar flokknum. Davíð er á bak og burt og klíkan í kringum hann á leiðinni út. Kjartan hefur tekið hatt sinn og staf, áhrif Hannesar hafa snarminnkað. Formaður flokksins er annálaður fyrir hvað hann er öfgalaus og hófstilltur, borgarstjórinn í Reykjavík hefur margoft svarið af sér að hann sé sérstakur hægrimaður, formaður SUS er fóstursonur forsætisráðherrans, en nýr framkvæmdastjóri flokksins er ungur lögmaður með áhuga á mannréttindamálum sem hefur margsinnis átt í útistöðum við Björn Bjarnason.

Þessar breytingar í Sjálfstæðisflokknum eru einhver stærstu tíðindin í pólitíkinni undanfarið. Geir, Inga Jóna, Andri, Borgar Þór og Vilhjálmur Þ. eru í raun orðin innsti kjarninn í flokknum. Í framhaldi af þessu er ekki órökrétt að Björn bíði lægri hlut í prófkjörinu. Hans virðist bíða einangrun í forystusveitinni. Björn á sér þó harða stuðningsmenn eins og sjá má í auglýsingum – Gísla Martein og vini hans og ýmsa úr frjálshyggjuarminum (að meðtöldum Hannesi sem er þó af einhverjum ástæðum ekki notaður í auglýsingum). Svo má líka nefna að þeir sem greiða atkvæði eru margir komnir til ára sinna – meðalaldurinn er býsna hár – og kannski sýnir það fólk Birni tryggð. Í honum er nátturlega óslitinn strengur sjálfstæðismennsku allt aftur á fyrripart síðustu aldar.

— — —

Hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins mun líklega brjótast út mikil schadenfreude ef Björn fellur. Hins vegar mættu þeir á vinstri vængnum vita að það er slæmt að missa góðan fjandmann á borð við Björn – maður á að vanda valið á óvinum sínum. Það er til dæmis líkt og fyrst nú sé Ingibjörg Sólrún farin að jafna sig á brotthvarfi Davíðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“