fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Eyjan

Merkilegt fólk úr Eyjum

Egill Helgason
Föstudaginn 10. nóvember 2006 00:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var Sigfús Johnsen borinn til grafar. Hann var bróðir Önnu Svölu og Ingibjargar Johnsen, af þeirri fjölskyldu sem mér hefur þótt hvað stórbrotnust í lífinu. Ein systirin til, Áslaug, var gift Jóhannesi Ólafssyni, kristniboða og lækni, móðurbróður mínum.

Allt þetta fólk voru fastir gestir heima hjá mér á Ásvallagötunni þegar ég var strákur. Það kom að heimsækja afa minn, Ólaf kristniboða, ég sniglaðist í kring. Þegar gaus í Eyjum flutti hluti af fjölskyldunni á Ásvallagötuna, Svala eins og hún var kölluð og maður hennar Óli – Ólafur Þórðarson – bjuggu þar nokkra hríð. Það var stöðugur gestagangur; þetta var ein af félagsmiðstöðvum Vestmannaeyinga sem þurftu að flýja gosið. Maður er stoltur að hugsa til þess eftir á. Samstaðan sem ríkti vikurnar eftir Vestmanaeyjagosið er bjartur kafli í sögu þjóðarinnar.

Árið eftir fór ég til Eyja að vinna í fiski – í Fiskiðjunni þar sem sjálfur Stebbi Run var verkstjóri. Ég var sem betur fer ekki í verbúðinni, þar réð Bubbi Morthens ríkjum, heldur fékk að búa í Suðurgarði hjá Svölu og Óla. Þar var einnig til heimilis gömul kona, kölluð Nýja, sem hafði líka verið á Ásvallagötunni. Einhvern veginn hafði hún dagað þarna uppi, var afskaplega góð sál en gat stundum verið skapstygg.

Allur er þessi tími ógleymanlegur. Ég hef ekki í aðra tíð borið jafn mikla virðingu fyrir fólki. Óli var alvöru karlmenni með ráma rödd, hafði slarkað á fyrri tíð. Þegar ég heyrði hann fara á fætur á morgnana fyrir allar aldir spratt ég upp – ætlaði ekki að láta hann taka mig í bólinu. Óli var vinstrisinnaður en annars voru held ég allir í fjölskyldunni sjálfstæðisfólk. Þegar Árni, sonur Ingibjargar, kom í heimsókn fóru þeir Óli að kýta um pólitík – en ég held það hafi verið allt í góðu.

Þetta var alvöru líf. Maður byrjaði að vinna klukkan sjö á flökunarvélunum. Það voru góðar pásur en vinnudagurinn var langur. Undir lokin hafði ég unnið mig upp úr roðflettingum yfir í að stjórna lyftunni sem flutti aflann neðan úr aðgerð. Það var þægilegt djobb. Á morgnana fór ég niðureftir á skítugum vörubílspallinum hjá Stebba Ungverja sem svo var kallaður – hann var frekar fáskiptinn en ég held hann hafi verið flóttamaður frá Ungó.

Ég fór í sölvafjöru, reytti lunda, sigldi um eyjarnar í gúmmítuðru með einhverju gjörvilegasta ungmenni sem ég hef kynnst, Árna, syni Sigfúsar, nú bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Árni var nokkrum árum eldri en ég og ég dáði hann fjarskalega.

Í kaffitímum eða í hádeginu fór ég oft til Imbu sem rak sína frægu blómabúð í kjallaranum.

Þetta var fræg fjölskylda í Eyjum og þegar ég sagðist búa hjá henni fóru margir að spyrja mig út úr. Og vissulega var þetta stórbrotið fólk og ábyggilega ekki gallalaust. En það hafði gott hjartalag, stóra lund og gestristni þess var einstök.

Nú telst mér til að öll systkinin séu dáin. Sigfús var þeirra yngstur. Velgjörðarkona mín, Imba Johnsen, dó í sumar. Svala andaðist 1995 og Óli 1996. Áslaug dó 1986. Annar bróðir var Hlöðver Johnsen, kallaður Súlli, sem dó 1997, en hann var landskunnur úteyjamaður, veiðimaður og áhugamaður um náttúrufar og ýmis vísindi.

Um þetta fólk og fleira merkilegt úr Vestmannaeyjum má fræðast á prýðilegum vef sem nefnist <a target="_blank" href="http://www.heimaslod.is/?title=Fors

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði