fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Endurminningar forsætisráðherra

Egill Helgason
Föstudaginn 26. október 2007 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

bilde.jpeg

Það er dálítið spaugilegt að skuli vera barist um minningar Tonys Blair. Nýútkomin spennusaga rithöfundarins Roberts Harris fjallar einmitt um höfund – svokallaðan ghost – sem er fenginn til að skrifa endurminningar fyrrverandi bresks forsætisráðherra sem hefur gert milljónasamning um útgáfu slíkrar bókar.

Höfundurinn á að skrifa bókina í æðislegu tímahraki eftir að fyrirrennari hans við skriftirnar hefur látist við dularfullar kringumstæður. Svo kemst hann á snoðir um ýmsa miður geðfellda hluti sem forsætisráðherrann og kona hans hafa að fela.

Forsætisráðherrann í sögu Harris er augljóslega byggður á Tony Blair. Líkt og Blair er hann maður sem enginn veit almennilega hvað stendur fyrir, fullur af sjarma, en um leið furðulega óræður. Leið hans á toppinn og ferill hans eru að sumu leyti ráðgáta – eins og hjá Blair.

En þegar nánar er að gáð er eins og maður grípi í tómt – forsætisráðherrann hefur engan súbstans.

Og hvers vegna þessi skilyrðislausi stuðningur við forseta Bandaríkjanna – hvar liggur hundurinn grafinn?

Harris var framan af vinur og aðdáandi Blairs. Að því leyti er uppgjörið áhrifaríkara. Bókin er alls ekki gallalaus, sem spennusaga er hún dálítið flöt og fyrirsjáanleg; sumir gagnrýnendur hafa sagt að Harris hafi legið of mikil pólitík á hjarta til að ná sér almennilega á strik í spennunni.

Harris er kannski ekki besti höfundur í heimi, en hann má eiga að hann velur sér áhugaverð og stór viðfangsefni. Síðasta bók hans fjallaði um rómverska mælskumanninn Cicero og pólitík í Róm, þaráður skrifaði hann æsilega skemmtilega bók um endalok Pompei.

Fatherland er enn frægasta bók hans, fjallar um Evrópu eins og hún hefði orðið ef nasistar hefðu unnið stríðið, í Enigma skrifar hann um hina frægu dulmálsvél í seinni heimstyrjöld, en Arkangelsk segir frá því þegar sonur Stalíns finnst óvænt norður undir heimskautsbaug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan