fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Biblían, bókstafurinn og bókmenntirnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. október 2007 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

b_ibl02l_400.jpg

Ef ekki er til eitthvað eitt kenningavald í kirkjunni – engin sérstök miðja eins og er smátt og smátt að verða raunin hér í mótmælendasið – breytir kannski engu þótt til séu margar útgáfur af Biblíunni.

Gunnar í Krossinum getur haft sína útgáfu, Hjörtur Magni sína og Geir Waage sína. Femínistar geta haft sína Biblíu og samkynhneigðir geta haft sína.

Bara að þeir hafi efni á að kosta þýðingar á ritinu og útgáfu eftir sínum trúarskoðunum og smekk.

Þetta kemur varla upp í kaþólsku kirkjunni eða rétttrúnaðarkirkjum austursins sem lúta miðstýrðu valdi klerka sem skera úr um réttmæti kenningarinnar. En þjóðkirkjan á Íslandi er svo gott sem dauð – líklega mun hún ganga frá sér í deilunum um hjónabönd samkynhneigðra. Það hlýtur að koma að því á næstu tíu árum að skilið verði milli ríkis og kirkju – annað er eiginlega ekki forsvaranlegt.

Kirkjan mun lifa áfram þótt skorið verið á tengslin við ríki, en þetta verður póstmódernískt ástand þar sem enginn hefur sérstakt boðunarvald og margar tegundir af Biblíunni geta þess vegna verið í gangi.

Málið er aðeins vandasamara fyrir þá sem trúa lítið eða ekki og líta einungis á Biblíuna sem bókmenntaverk. Bókmenntaunnendur eru nefnilega að vissu leyti bókstafstrúarmenn. Að koma textanum réttum til skila er frekar fílólógiskt viðfangsefni – snýst um handritalestur – en guðfræðilegt eða kenningalegt.

Við myndum varla sætta okkur við að Íslendingasögunum eða Hómerskviðum sé breytt til að þær særi ekki neinn. Það er í hæsta máta vafasamt að ritskoða Tíu litla negrastráka, Línu langsokk eða verk Enid Blyton eins og vilji stendur til – hvað þá með Biblíuna?

Aðalvandi þess fólks sem telur sig vera fjarska réttsýnt er hve karlaveldið er stækt í Biblíunni. Það er verið að reyna að laga þessa skekkju. En það eru fleiri staðir í heimsbókmenntunum þar sem karlremban er yfirgengileg, til dæmis hjá Grikkjunum Platoni og Aristotelesi. Í ritum þeirra er stæk kvenfyrirlitning. Varla neinar konur eru í Samdrykkjum Platons. Minnistæðust er eiginkona Sókratesar, Xanthippa, en hún er leiðindaskass.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan