fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Vegur yfir á Álftanes og í Straumsvík

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. október 2007 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðunni hefur borist þetta bréf um samgönguvandann á höfuðborgarsvæðinu:

„Varð hugsi yfir færslu þinnar um hugmyndir Kristjáns Möller um uppbyggingu samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli.

Ég er íbúi í Garðabæ og hef því sjálfur upplifað síaukinn umferðarþunga frá Hafnarfirði/Garðabæ/Kópavogi til Reykjavíkur og stundum velt því fyrir mér hvernig þetta endar ef þróunin verður áfram sú að byggt sé meðfram ströndinni sunnan Faxaflóa eins og ýmislegt bendir til.

Mér hefur dottið í hug hvort það sé mögulegt að leggja veg/brú frá syðri enda Suðurgötu í Reykjavík yfir Skerjafjörð út á Álftanes og síðan áfram frá Álftanesi veg/brú/göng suð-vestur fyrir álverið í Straumsvík.

Með slíkri tengingu væri hægt að létta þunga af Reykjanesbraut/Breiðholtsbraut og Reykjavíkurvegi/Kringlumýrarbraut en báðar þessar leiðir eru ofhlaðnar umferð fólks á leiðinni Hafnarfjörður/Garðabær/Kópavogur/Reykjavík.

Þegar við bætist að með þessu væri hægt að stytta tímann frá miðbæ Reykjavíkur til Keflavíkur mjög mikið enda er tímafrekasti hluti leiðarinnar til Keflavíkur jafnan að komast út fyrir Straumsvík.  Þaðan er etv. 20 mín akstur til Keflavíkur.  Er þá jafnframt ekki kominn grundvöllur fyrir því að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og flytja starfssemi hans til Keflavíkurflugvallar?
Auðvitað eru ýmis mál sem þarf að finna lausnir á, s.s. innsiglingin til Hafnarfjarðar, sem etv. mætti leysa með göngum á sjávarbotni fyrir minni innsiglingarinnar, forsetaembættið myndi gera athugasemdir vegna Bessastaða, Álftanes/Garðabær þyrfti væntanlega að láta land undir veginn osfrv. osfrv.

Tvennt er ljóst:

1.    Það verður að finna leið til að létta umferð milli Reykjavíkur og Hafnarfj./Garðabæjar/Kópavogs, ástandið á aðeins eftir að versna miðað við þróun byggðar.

2.    Flugvöllur í Vatnsmýri getur ekki verið framtíðarlausn.
Í því sambandi má vísa til ástandsins í Brussel, þar sem ég þekki aðeins til. Þar er alþjóðaflugvöllurinn í Zaventem mjög skammt austan við borgina.  Hann er stöðugt ágreiningsefni í Belgíu vegna hljóðmengunar sem frá honum stafar, sveitarfélögin sem eiga land undir aðflugsleiðum hafa sett sektir við brotum á hávaðamörkum, sem eru síðan stöðugt brotin af flugvélum sem nota völlinn og eru sektir lagðar á flugvöllinn sem nemur miljónum evra en ekkert breytist.  Þetta hefur síðan orðið til þess að sú starfssemi sem er á flugvellinum þrífst ekki, t.d. hefur DHL tilkynnt að þeir ætli að flytja stóra flutningamiðstöð frá Zaventem til Leipzig í Þýskalandi þar sem of miklar takmarkanir væru á flugumferð um völlinn.  Þetta hefur síðan áhrif á fasteignaverð og er stórmál í sveitarstjórnarmálum auk þess að vera ásteytingarsteinn milli héraðana Walloníu og Flanders.

Held að þetta sé aðeins eitt dæmi af mörgum um að flugvöllur og íbúðarbyggð fara ekki saman.

Allar hugmyndir um uppbyggingu frekari þjónustu í Vatnsmýrinni eru eins og þú segir í svipuðum flokki og Héðinsfjarðargöngin.

Kostnaður við þessa framkvæmd er örugglega mjög verulegur, en á móti fæst landið í Vatnsmýrinni auk þess sem hugmyndir um uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar annarsstaðar, hvort sem það er uppi á Hellisheiði eða í Skerjafirði kosta stórfé.

Sé ekki að þetta sé galnari hugmynd en Sundabraut, en tek reyndar fram að þetta er sett fram af algjörri verkfræðilegri vanþekkingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan