fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Viljum við meiri drykkju?

Egill Helgason
Mánudaginn 15. október 2007 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

55937060.jpg

Englendingar drekka mjög svipað og við Íslendingar, raunar má segja að kúltúr þessara þjóða sé býsna áþekkur. Við horfum meira að segja á fótboltann þeirra.

Á Englandi hafa menn verið að birta nýjar tölur um áhrif áfengisneyslu. Fjöldi fólks sem þarf að fara á sjúkrahús vegna drykkju á Englandi hefur snaraukist síðustu fimm árin. Þetta er fólk sem hefur orðið fyrir árásum, lent í slysum vegna áfengis, fólk með vínseitrun eða með skorpulifur.

Skemmtistaðir í Englandi eru farnir að vera opnir lengur en áður, áfengi er alls staðar á boðstólum, vínið er ódýrt. Afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar. Stórkostlegt heilsutjón, slys, glæpir, harmur og sorg.

Þetta ætti að vera víti til varnaðar fyrir okkur á Íslandi. Samt er verið að bera fram frumvarp um sölu áfengis í matvörubúðum. Meira aðgengi að áfengi – á sama tíma og dykkjan hjá okkur er að aukast líkt og á Englandi.

Engum mundi detta í hug að auðvelda aðgengi að til dæmis amfetamíni. Jafnvel þótt við tækjum þá stefnu að leyfa sölu amfetamíns myndum við passa upp á að það yrði ekki selt í matvöruverslunum. Ef áfengi væri að koma fyrst á markað núna yrði það hugsanlega flokkað með fíkniefnum eins og spítti. Örvunaráhrifin eru ekki ósvipuð. Margt fólk missir alveg stjórn á sér þegar það drekkur áfengi.

Áfengi er kannski hægt að selja í matvörubúðum í löndum þar sem flest fólk kann að umgangast vín. Það gengur hugsanlega í Frakklandi og á Ítalíu. Fólk í þessum löndum drekkur reyndar úr sér lifrina. En á Íslandi er það vafasamara.

Eitt í viðbót: Er ekki augljóst að úrval víns mun snarversna ef salan verður gefin frjáls? Eða halda menn að vínbúð í Nóatúni eða Hagkaupum muni bjóða upp á allar þær óteljandi tegundir léttvína sem hægt er að fá í áfengisversluninni í Kringlunni – sumt af því eðalvín á hreint ágætu verði?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan