fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Gleymdi Móður Teresu

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. október 2007 07:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

main_teresa-1.jpg

Eftir að ég setti inn færsluna um friðarverðlaunahafana fór ég að lesa fræg skrif Christophers Hithchens um Móður Teresu. Eftir þann lestur er maður virkilega efins um hvort hafi verið rétt að veita henni Nóbelsverðlaun.

Hithchens lýsir henni fremur sem vini fátæktar en fátæklinga – fátæktardýrkun má kalla það sem hún stundaði. Hún hafi staðið á móti því eina sem virki í alvörunni gegn örbirgð, frelsun kvenna og auknu valdi þeirra yfir líkama sínum. Sjúkraskýli hennar í Kalkútta var alltaf niðurnítt og dapurlegt – samt streymdu inn peningar frá vinum hennar úr auðstétt sem Hithchens segir að sumir hafi verið harla ókræsilegir.

Þegar hún veiktist svo sjálf tékkaði hún sig inn í rándýran einkaspítala í Kalíforníu.

Hér má lesa stutta útgáfu af því sem Hitchens hefur að segja um þennan dýrling kaþólsku kirkjunnar, í undirfyrirsögn greinarinnar segir að Móðir Teresa hafi verið ofstækisfull bókstafstrúarkona – og svindlari.

Mannkynið hefur þörf fyrir lýsandi fyrirmyndir, dýrlinga kalla þeir það í kaþólsku kirkjunni – en það er semsagt ekki víst að Agnes Gonxha Bojaxhiu eins og hún hét í alvörunni hafi verið rétta manneskjan í djobbið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur