fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Punktar um Auden

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. október 2007 00:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar


au.jpg

Í Kiljunni í kvöld talaði Eiríkur Örn Norðdahl um hvað það sé gott að vera ljóðskáld – maður sé frjáls og engum háður, geti leyft sér að gera hvað sem er.

Hugsun hans er ekki ósvipuð og í ljóðbroti eftir W.H. Auden sem ég hef lengi haldið upp á. Kvæðið birtist í ljóðasafni sem kallast About the House og er frá 1965. Kvæðið heitir The Cave of Making og er ort í minningu Louis MacNeice, þess hins sama og kom með Auden til Íslands 1936 og skrifaði með honum bókina Letters from Iceland.

Í þessum kvæðisbút má líka greina áhrif frá bókmenntum Íslendinga – það eru greinilega skáldin sem fóru með kvæði fyrir norræna kónga sem vísað er til í fyrstu línunum:

Who would, for preference,
be a bard in an oral culture,
obliged at drunken feasts to improvise a eulogy
of some beefy illiterate burner,
giver of rings, or depend for bread on the moods of a
Baroque Prince, expected,
like his dwarf, to amuse? After all, it’s rather a privilege
amid the affluent traffic
to serve this unpopular art which cannot be turned into
background noise for study
or hung as a status trophy by rising executives,
cannot be „done“ like Venice
or abridged like Tolstoy, but stubbornly still insists upon
being read or ignored: our handful
of clients at least can rune.

Annars verður meira fjallað um Auden í Kiljunni á næstunni. Hann er náttúrlega skáldið sem orti eitthvað vinsælasta kvæði seinni ára – Stop All the Clocks sem flutt var í kvikmyndinni Four Weddings and a Funeral.

Ég er búinn að fá hjá Morgunblaðinu stórmerka ljósmynd þar sem hann situr og drekkur koníak með Sigurði Nordal, Gunnari Gunnarssyni og Tómasi Guðmundssyni.

Boðið þar sem myndin var tekin kemur við sögu í kvæði sem Ögmundur Bjarnason læknir yrkir í nýjasta hefti Tímarits Máls & menningar – það kvæði er svo aftur útúrsnúningur á Ferð til Íslands, kvæði eftir Auden sem Magnús Ásgeirsson íslenskaði á meistaralegan hátt.

Kristján Karlsson orti líka snjallt kvæði um ferð Audens til Íslands:

Gegnum frásögn sem flöktir og skriplar
og ljósmyndir loðnar af regni
fer Wystan Hugh Auden (ásamt Louis MacNeice)
um ófrjó og óþroskuð fjöll
með böl vorrar æsku: útvarpið
langferðabílinn og gisting hjá góðu fólki
slagveðrin hnýtna hesta aðeins sem ólund
á andliti djúpu og sléttu: landslag sem springur,
tómleiki æskunnar einungis vetur í jörð,
í margbrotið haust með farvegum flóknum og djúpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur