fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Sögulegur borgarstjórnarfundur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. október 2007 23:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að borgarstjórnarfundir séu stundum hálf leiðinlegar samkomur. Á myndum sem ég sá úr borgarstjórn í sjónvarpinu um daginn virðast sumir borgarfulltrúarnir vera sofandi en Björk Vilhelmsdóttir sat og prjónaði.

Mamma mín sem var kennari í marga áratugi sagði að fátt þyldi hún verr en þegar nemendur prjónuðu í tíma.

En borgarstjórnarfundurinn á morgun ætti að verða öðruvísi. Verulega spennandi. Ég sé að ungliðar úr andstöðuflokkunum i borgarstjórn er að hvetja fólk til að mæta á pallana. Það verður kannski ekki stemming eins og í Gúttóslagnum þegar fætur voru rifnir undan stólum og þeir notaðir sem barefli, en þetta ætti að verða sögulegur fundur – aðalleikendurnir í málinu verða metnir eftir frammistöðu sinni á honum.

REI málið hefur aldeilis undið upp á sig. Í gær virtist um tíma eins og það væri að renna út í sandinn. Nú er einkum tekist á um þrennt: Trúverðugleika borgarstjóra og sannsögli; hvort vit sé að selja hlut Orkuveitunnar í REI, hversu mikla hreinstefnu menn aðhyllast í því efni; og svo eru það innanflokksátökin í Sjálfstæðisflokknum sem krauma undir. Maður skyldi ekki vanmeta hvað þau eru alvarleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur