fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Forsetinn og hugsanlegir arftakar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. október 2007 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrstu stigum málsins, meðan forseti er ekki búinn að tilkynna um áform sín, er það varla nema samkvæmisleikur að spá í hver geti orðið arftaki hans. Flest bendir reyndar til þess að Ólafur Ragnar hugsi sér að sitja áfram.

Nú er hann umdeildur vegna tíðra ferðalaga og fyrir að fljúga milli heimsálfa í þotum auðmanna, en á móti má  benda á að forsetinn er geysilega vel tengdur, þekkir persónulega áhrifafólk út um allan heim. Og hann kemur býsna vel fyrir – því verður ekki neitað.

Það er raunar merkilegt til þess að hugsa að Ólafur er í raun einn eftir af kynslóð sinni í stjórnmálum, allir hinir eru sestir í helgan stein eða þiggja einhvers konar for-eftirlaun í embættiskerfinu.

En á Ólafi er ekki neinn bilbugur. Hann endist betur en hinir.

Önnur hlið málsins er að enn hefur ekki verið bent á neinn frambjóðanda sem verulegur hljómgrunnur er fyrir.

Nefndur er Þórólfur Árnason. Vegna olíumálsins sem varð til þess að hann þurfti að segja af sér sem borgarstjóri gæti framboð hans orðið erfitt. Kannski má reyna seinna.

Líka Bjarni Ármannsson. Eftir REI hneykslið er það útilokað.

Kannski Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Hún hefur margt til brunns að bera. Hins vegar er ólíklegt að sátt næðist um að hleypa eiginmanni hennar, Friðriki Sophussyni, nálægt Bessastöðum. Landsvirkjunarforstjórinn er með umdeildustu mönnum.

Ég man ekki eftir fleirum að sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur