fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Pólitíkin í vetur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. október 2007 18:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

img_6011.jpg

Sjálfstæðismaður sem ég hitti í gær spáði því að ríkisstjórnin myndi springa eftir tvö og hálft ár.

Svo hitti ég samfylkingarmann sem sagði að þetta væri stjórnarsamstarf upp á tólf ár. Þessi þingmeirihluti, þessi fjárlagaafgangur – þetta væri of gott til að vera satt.

Flestir spá daufum vetri í pólitíkinni. Það verður sjálfsagt einhver núningur milli stjórnarflokkanna. Um gjaldeyrismálin virðist vera grundvallarágreiningur þótt ekki sé einhlítt að hann fari alveg eftir flokkslínum. Líklega verður niðurstaðan að hér verður sett niður eitt álver í viðbót – þó ekki þrjú eins og sumir sjálfstæðismenn vilja.

Stjórnarandstaðan er afar veik. Tveir foringjar hennar sitja örugglega ekki lengi. Guðni er bráðabirgðaformaður og Guðjón A. virðist vera að fá sig fullsaddan af því að stýra skútu Frjálslynda flokksins. Er hægt að búast við einingu í fjögurra manna þingflokki þar sem Kristinn H. Gunnarsson og Jón Magnússon eru í hópnum?

Svo er það spurning með Steingrím J. Hann fór mikinn í þinginu í gærkvöldi. Samt fannst manni eins og hann væri dálítið að ýkja þegar hann dró upp mjög dökka mynd af efnahagsástandinu. Var hann að tala um Ísland – eða einhvern annan stað?

Annars byrjar Silfur Egils í sjónvarpinu á sunnudaginn – nú á RÚV, en á sama tíma, klukkan 12.30. Það er kostur við pólitíkina að yfirleitt gerist eitthvað óvænt svo allt sem ég skrifaði hér að ofan gæti verið tóm vitleysa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur