fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Til hvers kosningar?

Egill Helgason
Mánudaginn 1. október 2007 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

cameron2.jpg

Svona er pólitíkin skrítin. Cameron vill auðvitað ekki kosningar – hann segist bara vilja þær. Hann verður að bera sig mannalega. Kosningar geta eyðilagt hann sem leiðtoga flokksins. Þær gætu þýtt að eyðimerkurganga íhaldsins haldi áfram fram á næsta áratug. Íhaldsflokkurinn á varla neinn möguleika á að vinna kosningar í haust.

Það er alveg sama hvar er borið niður. Flokkurinn er í tómum vandræðum. Cameron vildi gera hann grænan, nútímalegan og vænan. Gamlir flokksmenn – the party faithful – kæra sig ekki um það. Íhaldsblöðin Telegraph og Daily Mail þola ekki Cameron. Í raun er stór hluti flokksmanna í sama farinu og þegar þeir höfðu Ian Duncan-Smith og Michael Howard sem leiðtoga. Slíkur flokkur mun aldrei komast til valda í Bretlandi.

Hitt er svo annað mál hversu siðlegt það er hjá Verkamannaflokknum að boða til kosninga bara vegna þess að skoðanakannanirnar vita á gott. Ég held ég sé mestanpart sammála Martin Kettle sem skrifar í Guardian að það sé hégómlegt og óþarft að boða til kosninga.

Í raun er hið eina sem gæti komið Brown í koll að breskir kjósendur komist að sömu niðurstöðu – að það sé engin ástæða til að kjósa núna – en það er ekki sérlega líklegt því alls staðar kynda fjölmiðlarnir undir kosningafárinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur